„Stöndum saman, samþykkjum úrsögn Eflingar úr SGS“

Atkvæðagreiðsla stéttarfélagsins Eflingar um hvort félagið eigi að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lýkur á morgun klukkan þrjú. Verði úrsögn samþykkti þá mun Efling öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands, án milligöngu landssambandsins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvetur alla félagsmenn til að velja „Já“ á kjörseðli. Í pistli sem hún birtir á Facebook færir hún rök fyrir því. Hún skrifar: „Eftir að hafa rætt málið ítarlega, skoðað stöðuna og fengið svör við mikilvægum spurningum komst forysta Eflingar, trúnaðarráð og svo félagsfundur að þeirri niðurstöðu að boða ætti allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn úr SGS. Umræða um úrsögn er ekki ný af nálinni, en nú er ekki eftir neinu að bíða.

Segi Efling sig úr SGS hefur félagið sjálfstæða, beina aðild að ASÍ. Niðurstaða álits lögmanns og sérfræðings hjá ASÍ er afdráttarlaus og svohljóðandi: : “Samkvæmt framansögðu er engum vafa undirorpið, að segi aðildarfélag sig úr landssambandi raskar það ekki aðild félagsins að ASÍ. Í kjölfar úrsagnar tekur félagið stöðu sem félag í beinni aðild að ASÍ. Breyting af þeim toga krefst hvorki staðfestingar miðstjórnar eða þings ASÍ.”

Á síðasta ári greiddi Efling ríflega 53 milljónir í skatta til SGS. Það er óeðlilegt að Efling greiði stórfé á hverju ári til sambands sem að félagið sækir enga þjónustu til og skilar ekki samningsumboði til. Fjármunum þessum er betur varið í að byggja upp Eflingu.

Efling er langstærsta félag verkafólks á Íslandi, með 28.000 meðlimi. Við eigum að hafa sjálfstæða aðild að ASÍ. Stöndum saman, samþykkjum úrsögn Eflingar úr SGS.“

Hér geta félagsmenn í Eflingu greitt atkvæði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí