Tæplega helmingur launafólks gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum

Ríflega 38 prósent alls launafólks á Íslandi gæti ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum í dag án þess að stofna til skuldar. Hjá einstæðum mæðrum er hlutfallið enn verra, en 64 prósent þeirra gætu ekki mætt þessum óvæntu útgjöldum.

Það má segja að hlutfallið sé ekki gott meðal neins hóps á Íslandi, skást er það meðal karla í sambúð, án barna. Þó gætu einungis 67 prósent þeirra mætt þessum útgjöldum án þess að stofna til skulda.

Þetta kemur fram í skýrslu Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðsins, um stöðu launafólks á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá töflu sem sýnir hlutfall launafólks sem geta mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar eftir kyni og fjölskyldustöðu.

Í skýrslunni segir: „Spurt var hvort þátttakendur gætu mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum í dag án þess að stofna til skuldar. Niðurstöðurnar með tilliti til fjölskyldustöðu eru sýndar í töflu 7. Nokkurn kynjamun má sjá á greiningunni en 43,1% kvenna og 34,2% karla telja sig ekki geta mætt slíkum útgjöldum. Þegar litið er til fjölskyldustöðu sést að 64,4% einstæðra mæðra og 49,3% einstæðra feðra gætu ekki mætt svo háum óvæntum útgjöldum.“

Hér má lesa skýrslu Varða um stöðu launafólks á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí