Táragas og bensínsprengjur í 1. maí göngum í Frakklandi

Hundruð þúsunda Frakka tóku þátt í kröfugöngum vítt og breitt um Frakkland í gær í tilefni frídags verkalýðsins 1. maí. Göngurnar hófust á friðsaman hátt en enduðu sums staðar með táragasi og bensínsprengjum.

Eftirlaunafrumvarpi Emmanuel Macrons Frakklandsforseta var mótmælt harðlega bæði af verkalýðsfélögum og öðrum hópum.  Þegar stærsta kröfugangan í Parísarborg kom að 11 hverfi beið lögreglan mótmælenda vopnuð táragasi. Óeirðir brutust því út með þeim afleiðingum að bensínsprengjur sprungu og rúður voru brotnar í verslunum. Bensínsprengja sprakk einnig í andlitið á einum lögreglumanni.

Óeirðirnar voru ekki einungis bundnar við Parísarborg heldur kom einnig til óeirða í Lyon, Marseille og fleiri smærri borgum í Frakklandi. Á þriðja hundrað manns voru handteknir og yfir hundrað lögreglumanna særðust.

Innviðaráðherra landsins kennir öfga vinstrimönnum um óeirðirnar en mikil óánægja hefur ríkt meðal þjóðarinnar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka ellilífeyrisaldur úr 64 árum í 62 ár. Ekkert lát hefur verið á mótmælum vegna málsins og voru útifundir og kröfugöngur þennan 1. maí mun stærri og fjölmennari en vanalega.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí