Velgengi BRICS sögð vekja áhuga ýmissa þjóða

Heimspólitíkin 16. maí 2023

Á ráðstefnu Suður-Afríku um „styrkingu samvinnu fyrir réttlátara og jafnara alþjóðlegt samfélag” sagði Naledi Pandor, utanríkisráðherra Suður-Afríku, að ein helsta leiðin til þess að stuðla að betri og jafnari hnattrænni samvinnu væri með nýjum bandalögum og verkefnum sem geta unnið með og samhliða Sameinuðu þjóðunum. BRICS er sagt geta spilað slíkt hlutverk. Telsur greinir frá þessu.

„BRICS er að laða að sér mikinn áhuga frá mörgum löndum og samtökin eru að skoða hvernig þau geta brugðist við þessum áhuga. Við vonum að leiðtogar okkar muni kynna slík áform á næsta BRICS fundi.” sagði Pandor. „Aukinn áhugi á samtökunum sýnir að mörg lönd eru að leita að fjölskauta (e. multipolar) vettvangi sem er nútímalegur, fjölþjóðlegur og einbeittur að almannaheilli” bætti hún við.

Suður-Afríski utanríkisráðherrann tók fram að BRICS sé samvinnuverkefni nývaxtar- og þróunarlanda sem vilji láta til sín taka á alþjóðlega sviðinu og bæta stöðu hnattræna suðursins. Naledi segir að vöxtur og sjálfbærni nýja BRICS bankans (New Development Bank) sé spennandi og að bankinn hafi hjálpað nýjum meðlimum með fjármögnun á ýmsum verkefnum sem auka efnahagslegt gildi og getu þeirra landa. „Samstarf okkar við BRICS hefur skilað sér í raunverulegum árangri fyrir landið okkar á mörgum sviðum. Viðskipti okkar við BRICS-löndin hafa aukist í gildi frá 25 milljörðum bandaríkjadala árið 2017 yfir í 36 milljarða bandaríkjadala árið 2021. Við höfum tryggt okkur yfir fimm milljarða dala í fjármögnun frá NDB fyrir mikilvæg innviðaverkefni í endurnýjanlegri orku og vatni ásamt fleiri sviðum.”

Pando segir að áherslur BRICS á þessu ári séu að auka samvinnu sem stuðlar að réttlátri umbreytingu; nútímavæðingu menntunar; opnun tækifæra í gegnum AfCTFA (African Continental Free Trade Area); efnahagsbata eftir heimsfaraldurinn; og eflingu fjölþjóðasamstarfs á jafningjagrundvelli.

„BRICS-þjóðirnar styðja öflugt, fjölþjóðhyggið kerfi og umbætur á öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Okkar markmið á þessu ári er að tryggja eflingu BRICS og velgengni á fundi okkar í ágúst.” bætti Pando við.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí