Að minnsta kosti 79 drukkna við strendur Grikklands

Að minnsta kosti 79 létust þegar bátur á leið frá Líbýu í Norður-Afríku til Ítalíu sökk undan ströndum Grikklands. Hundruða er þó enn saknað, svo allar líkur eru á að dánartalan sé mun hærri.

Er þetta mannskæðasta slysið sem orðið hefur á þessu svæði á árinu til þessa. Fólkið var mestmegnis frá Afganistan og Pakistan, og voru að freista þess að komast til Evrópu, en báturinn sem siglt var á virðist ekki hafa þolað mannfjöldann og því snerist hann við og sökk með þessum afleiðingum.

Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu margir voru um borð, en grísk yfirvöld telja að það hafi jafnvel verið uppí 600 manns – sumar áætlanir eru alveg uppí 750.

104 enn sem komið er hefur þó verið bjargað af grískum yfirvöldum.

Gríska ríkisstjórnin lýsti yfir þriggja daga sorg, til að minnast hinna látnu.

Miðjarðarhafið kirkjugarður ótal margra sem freista þess að komast yfir til Evrópu

Síðustu ár hefur ótalfjöldi fólks drukknað í Miðjarðarhafinu. Freistar fólkið þess að komast á bátum yfir hafið, til landa eins og Grikklands eða Ítalíu, í von um betra líf. Innan Evrópusambandsins hefur hart verið tekist á um hvað eigi að gera í málunum, en fyrir nokkrum dögum var ný stefna samþykkt sem á að vera mikil umbót í málunum. Margir hafa þó gagnrýnt þá stefnu fyrir að duga heldur skammt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí