Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnir „ógeðslegu mannhatursstefnu“ ríkisstjórnarinnar

Menningarblaðamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann gagnrýnir útlendingaandúð og mannhatursstefnu ríkisstjórnarinnar tæpitungulaust.

Undirritaður fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta pistilinn, og við skulum bara leyfa honum að tala fyrir sig sjálfan:

Það var eitthvað alveg skelfilegt sem gerðist í íslenskri pólitík í gær. Maður hélt að það versta hefði gerst eftir síðustu kosningar, þegar versti dómsmálaráðherrann af mörgum skelfilegum var skipaður, dómsmálaráðuneytið hefur í gegnum tíðina einfaldlega verið athvarf verstu skrímslana í Sjálfstæðisflokknum, en nú var það skyndilega í höndum hreins og klárs fasista, manns sem hataði útlendinga af áður óþekktri heift.

En höggið var mildað, hann myndi bara vera þarna tímabundið, eftir það myndi mildari ráðherra taka við. Hann gerði vissulega fáheyrðan óskunda á þessum tíma, en þegar ráðherraskiptin áttu sér loksins stað þá fyrst fann maður hvaða skaði hafði skeð. Hann hafði umbreytt flokknum, úr nett-rasískum hægriflokki í hreinræktaðan skrímslaflokk, þar sem bæði formaðurinn og arftaki Jóns sögðust ætla að halda ógeðsstefnunni hans áfram, og aðspurð um útlendingamál í viðtali við Vísi segir Guðrún: „Við finnum það öll, allir Íslendingar, að það stefnir í kannski ákveðið óefni,“ segir hún.

En nei, Guðrún, ekki dirfast – aldrei, aldrei – að spyrða mig sem samlanda þinn við þessa ógeðslegu mannhatursstefnu, það eina óefni sem stefnir í er áframhaldandi mannhatursstefna Sjálfstæðisflokksins. Ekki allir Íslendingar – of margir, örugglega – en alls ekki allir. Eina fólkið sem finnur að það stefni í óefni í útlendingamálum eru rasistar, svo einfalt er það. Ja, nema þú meinir að það stefni í óefni í þessum málum þegar það er haldið áfram að taka á móti þeim á jafn mannfjandsamlegan hátt og þið helst viljið. Af því sú leið sem við tökum á móti útlendingum, í gegnum Útlendingastofnun, er ekki bara rasísk, heldur líka fáránlega dýr og óhagkvæm, svona fyrir ykkur möppudýrin. Ef þú ætlar að reikna þig að þessari niðurstöðu skulum við hafa það alveg á hreinu að Vesturlönd væru einfaldega á leiðinni þráðbeint til andskotans ef það væri ekki fyrir innflytjendur, og það vita allir sem hafa lágmarks skilning á demógrafíu.

Það sem við, margir Íslendingar, höfum hins vegar fundið mjög lengi, er einfaldlega þetta: það stefnir í óefni, mjög ákveðið óefni, ef Sjálfstæðisflokkurinn er einni mínútu lengur við völd. Nema það var tilfellið fyrir áratugum síðan, ástandið hefur bara versnað síðan þá. Ísland ætti að vera land tækifæra og friðsældar, þess í stað hefur flokkurinn þinn breytt því í andtsyggilegt veldi kvótagreifa, leigufélaga og annarra hamfarakapítalista.

Og þessi meinti vinstriflokkur sem er með Sjöllum í ríkisstjórn? „Hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð.“ – Svandís Svavarsdóttir á Vísi. Hey, ég skal ekki dæma stuðið, ég skal alveg fyrirgefa ósmekklegum stuðpinna sem segir rasistabrandara á góðu djammi og er svo góður við menn og dýr daginn eftir. En þegar JG er litríkur þá hefur hann völdin til að níðast á rasistunum sem hann gerir grín á – og gerir það, við öll tækifæri og rúmlega það.

Svo er auðvitað öllum heimatilbúnu vandamálum okkar Íslendinga skellt á útlendingana, húsnæðiseklan, verðbólgan og allt hitt sem væri hreinlega ekkert vandamál fyrir stjórnvöld sem hefðu ekki þá rörsýn að hugsa allt út frá þröngri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, sem slær allar lausnir út af borðinu ef þær eru ekki nógu kapítalískar eða spilltar, en eru samt engan veginn góðir í að koma með góðar lausnir úr þeirri átt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí