Birna hættir í bankanum, segist vera að skapa ró um bankann

„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem banka­stjóri Íslands­banka með hags­muni bank­ans að leiðarljósi svo ró geti mynd­ast vegna sátt­ar Íslands­banka við fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabanka Íslands. Með því axla ég ábyrgð á mín­um þætti máls­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Birnu Einarsdóttur, sem hún sendi út í nótt í kjölfar tilkynningar bankans um starfslok hennar.

„Það er með mikl­um trega sem ég yf­ir­gef Íslands­banka enda hef ég starfað hjá bank­an­um og for­ver­um hans í um 30 ár,“ heldur Birna áfram. „Starfsævi mín hef­ur nán­ast öll verið helguð bank­an­um og okk­ur hef­ur tek­ist að byggja upp eitt öfl­ug­asta fyr­ir­tæki lands­ins með ein­stök­um starfs­manna­hópi. Ég hef eign­ast marga góða vini bæði í hópi starfs­fólks og viðskipta­vina. Sátt fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands snýr ein­göngu að þessu eina verk­efni, að öðru leyti hef­ur fer­ill minn hjá bank­an­um verið far­sæll.“

Síðan ræðir Brina um hversu mikið eigiðfé bankans hafi vaxið í hennar tíð, en eoigið fé hefur vaxið á miklum hagnaði sem verið hefur í öllum bönkunum undanfarin ár, meiri hlutfallslegur hagnaður en þekkist á byggðu bóli.

Stjórn Íslandsbank­a hef­ur ráðið Jón Guðna Ómars­son í starf banka­stjóra. Jón Guðni hef­ur starfað hjá Íslands­banka og for­ver­um hans frá ár­inu 2000 og gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála bank­ans frá 2011. Hann mun áfram gegna stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála þar til ráðið hef­ur verið í þá stöðu.

Fyr­ir hönd stjórn­ar vil ég þakka Birnu Ein­ars­dótt­ur fyr­ir mörg far­sæl ár í starfi hjá bank­an­um. Birna hef­ur byggt upp sterk­an banka og öfl­uga liðsheild sem við mun­um áfram búa að. Hún hef­ur að sönnu verið hreyfiafl og haldið gild­um um jafn­rétti, fjöl­breyti­leika og sjálf­bærni á lofti inn­an sem utan fyr­ir­tæk­is­ins. Við ósk­um Birnu velfarnaðar í framtíðinni,“ skrifar Finnur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Íslands­banka, í tilkynninguna sem send var út í nótt. Samkvæmt skýrlsu fjármálaeftirlitsins er þessi liðsheild hins með nánast hættuleg í hegðan sinni, fer ekki að reglum né lögum í störfum sínum.

Stjórn Íslandsbanka hyggst boða til hluthafafundar þar sem, samkvæmt tilkynningu, stjórn og stjórnendur munu fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnin tók þessa ákvörðun í kjölfar kröfu Bankasýslu ríkisins um slíkan fund.

„Bankinn og stjórnendur harma mjög þau brot sem fram koma í sáttinni. Á hluthafafundinum verður farið ítarlega yfir málsatvik og þær úrbætur og breytingar sem þegar hafa verið gerðar eða eru í vinnslu,“ segir í tilkynningu stjórnar. Nú er ljóst að Birna verður ekki fyrir svörum á fundinum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí