„Ég hef ákveðið að stíga til hliðar sem bankastjóri Íslandsbanka með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Með því axla ég ábyrgð á mínum þætti málsins,“ segir í yfirlýsingu Birnu Einarsdóttur, sem hún sendi út í nótt í kjölfar tilkynningar bankans um starfslok hennar.
„Það er með miklum trega sem ég yfirgef Íslandsbanka enda hef ég starfað hjá bankanum og forverum hans í um 30 ár,“ heldur Birna áfram. „Starfsævi mín hefur nánast öll verið helguð bankanum og okkur hefur tekist að byggja upp eitt öflugasta fyrirtæki landsins með einstökum starfsmannahópi. Ég hef eignast marga góða vini bæði í hópi starfsfólks og viðskiptavina. Sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands snýr eingöngu að þessu eina verkefni, að öðru leyti hefur ferill minn hjá bankanum verið farsæll.“
Síðan ræðir Brina um hversu mikið eigiðfé bankans hafi vaxið í hennar tíð, en eoigið fé hefur vaxið á miklum hagnaði sem verið hefur í öllum bönkunum undanfarin ár, meiri hlutfallslegur hagnaður en þekkist á byggðu bóli.
Stjórn Íslandsbanka hefur ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2000 og gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans frá 2011. Hann mun áfram gegna stöðu framkvæmdastjóra fjármála þar til ráðið hefur verið í þá stöðu.
„Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka Birnu Einarsdóttur fyrir mörg farsæl ár í starfi hjá bankanum. Birna hefur byggt upp sterkan banka og öfluga liðsheild sem við munum áfram búa að. Hún hefur að sönnu verið hreyfiafl og haldið gildum um jafnrétti, fjölbreytileika og sjálfbærni á lofti innan sem utan fyrirtækisins. Við óskum Birnu velfarnaðar í framtíðinni,“ skrifar Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, í tilkynninguna sem send var út í nótt. Samkvæmt skýrlsu fjármálaeftirlitsins er þessi liðsheild hins með nánast hættuleg í hegðan sinni, fer ekki að reglum né lögum í störfum sínum.
Stjórn Íslandsbanka hyggst boða til hluthafafundar þar sem, samkvæmt tilkynningu, stjórn og stjórnendur munu fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnin tók þessa ákvörðun í kjölfar kröfu Bankasýslu ríkisins um slíkan fund.
„Bankinn og stjórnendur harma mjög þau brot sem fram koma í sáttinni. Á hluthafafundinum verður farið ítarlega yfir málsatvik og þær úrbætur og breytingar sem þegar hafa verið gerðar eða eru í vinnslu,“ segir í tilkynningu stjórnar. Nú er ljóst að Birna verður ekki fyrir svörum á fundinum.