Boris Johnsson segir af sér

Boris Johnsson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands hefur sagt af sér sem þingmaður í kjölfar þess að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði logið viljandi að þinginu. Þessi afsögn kemur í kjölfar þess að harður stuðningsmaður hans, Nadine Dorris sagði líka af sér þingmennsku. Þessar afsagnir munu leiða sjálfkrafa til aukakosninga í einmenningskjördæmum þeirra.

Afsögn Johnson kemur tæpum fjórum árum eftir að Íhaldsflokkurinn, undir forystu Johnson, vann góða sigur í þingkosningunum 2019. Johnson hafð áður gefist upp sem forsætisráðherra eftir að flokkur hans logaði í átökum vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar gegn Covid og partíhöldum forsætisráðherrans á þeim tíma sem allar samkomur í landinu voru bannaðar. Síðan þá hafa tveir forsætisráðherrar verið við völd, Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra og Liz Truss, sem stóð stutt við með skelfilegum niðurstöðum.

Málunum lauk þó ekki við það að Johnson hætti sem ráðherra. Hann var lögsóttur fyrir brot á Covid reglum sem hann hafði sjálfur sett og borgaði sekt. Síðan var hann sakaður um að hafa logið að þinginu og nefnd var sett í málið til að kanna þær ásakanir. Nefndin hefur ekki lokið störfum en hafði sent Johnsons niðurstöður sínar sem leiddu til afsagnarinnar. Kallaði Johnson þingnefndina skrípaleik (e. kangaroo court) en nefndin var skipuð að meirihluta þingmönnum Íhaldsflokksins. Talið er að nefndin hafi ætlað að leggja til a.m.k. 10 daga bann frá þinginu sem hefði getað leitt til aukakosninga í kjördæmi hans. Johnson hefði þó getað farið aftur í framboð. Þessu til viðbótar hafa risið deilur um tilnefningar Johnsons til Lávarðardeildarinnar (það er hefð fyrir því að fyrrverandi forsætisráðherrar fái að tilnefna lávarða eftir að þeir láta af völdum) þar sem Rishi Sunak hafði í hlutast til að nokkur nöfn væru fjarlægð.

Hvers vegna sætti Johnson sig ekki við niðurstöðu þingnefndarinnar og tók slaginn í þingsæti sínu til að styrkja stöðu sína? Það kemur líklega til af því að mjög ólíklegt er að Johnson hefði náð endurkjöri sem þingmaður. Hann er þingmaður fyrir Uxbridge of Hillingdon, sem er í úthverfi London. Meirihluti hans er einungis rúm 7000 atkvæði og þar sem Verkamannaflokkurinn er í gífurlegri sókn er ekki ólíklegt að flokkurinn vinni þingsætið í Uxbridge. Að tapa aukakosningum hefði endanlega gert útaf við stjórnmálaferil Johnson. Ekki er ólíklegt að hann hyggi á endurkomu einhverntíman síðar, þá í öruggu Íhaldskjördæmi. Stuðningsmenn hans hafa farið offörum í fjölmiðlum síðustu daga og virðist lagt frá því að deilurnar í Íhaldsflokknum séu búnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí