BSRB segir auglýsinguna algjörlega löglega

Fyrir rúmlega viku hafði fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga samband vegna þess sem Sambandið taldi vera ólögmæta auglýsingaherferð BSRB. BSRB hafnar því að auglýsingaherferðin brjóti í bága við lög. Meginmarkmið hennar að vekja athygli bæjar- og sveitastjórna á ábyrgð þeirra gagnvart eigin starfsfólki um að mismuna þeim ekki í kjörum.

Til að reyna að liðka fyrir um gerð kjarasamninga ákvað bandalagið hins vegar að verða við ósk Sambandsins um að herferðin yrði tekin úr birtingu og var það gert 1. júní síðastliðinn. Frá þeim tíma hafa ekki neinar auglýsingar verið birtar á vefmiðlum eða umferðaskiltum. Fyrir þann tíma hafði prentuðu efni s.s. plakötum og skiltum verið dreift til aðildarfélaganna 11 og félagsfólks þeirra sem eru um 7000.

BSRB sýnir því skilning að sveitarfélögum finnist erfitt að sitja undir því að vera sökuð um mismunun – hins vegar væri árangursríkast fyrir þau að beina orku sinni að því að leiðrétta hreinlega þann launamismun sem átti sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins. Þessi yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga er enn leiðin til að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins, sem er að sveitarfélögum landsins ber að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu störf.

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí