Davíð hvetur Sjálfstæðismenn til hörku í flóttamannamálum

„Breyt­ing­ar eru víða í far­vatn­inu. Íslensk­ir stjórn­mála­menn viður­kenna loks ógöng­ur sín­ar í taum­lausu inn­streymi „flótta­manna“. Í er­lend­um blöðum er bent á póli­tísk­ar kollsteyp­ur í Evr­ópu, einnig í röðum þeirra sem staðið hafa lengst til vinstri. For­ingj­ar þar eru for­dæmd­ir fyr­ir að ýta hvarvetna í Evr­ópu und­ir stór­sókn „hægri popúlisma“,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara Mogga dagsins.

Davíð hefur í mörg ár gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn frá ysta hægri. Hann hefur varið Bolsonaro fyrrum forseta Brasilíu í leiðurum, ekki leynt aðdáun sinni á Donald Trump, skrifað hjartahlý minningarorð um Silvio Berlusconi, mært Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu og tekið undir málflutnings Svíþjóðardemókrata, Sannra Finna og annarra flokka nýja hægrisins.

„Bent er á mikla fylgisaukn­ingu RN und­ir for­ystu Marine Le Pen í sömu mund og Macron for­seti miss­ir öll tengsl við þjóð sína, og eins á veru­lega sókn AfD í Þýskalandi á meðan flokk­ur Ol­afs Scholz kansl­ara á erfitt með að finna fjöl­ina sína,“ heldur Davíð áfram. „Þá má benda á nýja stjórn í Finn­landi sem kynnt hef­ur öfl­ug og ábyrg viðbrögð eða ný­lega stjórn í Svíþjóð sem hef­ur þegar breytt um áhersl­ur.“

Og þetta er engin ímyndun í Davíð. Á sama hátt og sósíaldemókratar misstu fylgi til popúlískra hægri flokka eftir Hrun, fólks sem upplifði sig svikið af alþjóðavæddum kapítalisma sem lofaði öllum betri tíð en stóð engan veginn við það, þá má sjá að það fjarar líka hratt undan hefðbundnum hægri flokkum í álfunni. Leið þeirra til valda er annað hvort í gegnum svokallaðar breiðar ríkisstjórnir með sósíaldemókrötum eða í samstarfi við nýja hægrið. Og þá þurfa hefðbundnari flokkarnir að taka upp stefnu nýja hægrisins í flóttamannamálum.

„Mörg­um þykir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi brugðist skelfi­lega seint við sam­bæri­legu ástandi og Finn­ar taka nú á og var þeirra staða þó ekki jafn gjörtöpuð og fékk að ger­ast hjá okk­ur. Dansk­ir jafnaðar­menn hafa tekið nokkuð á sín­um vanda, en við lyft­um ekki litla fingri,“ skrifar Davíð.

Skilaboðin virðast vera þau til forystu Sjálfstæðisflokksins að eina leiðin að hreinni hægri stjórn á Íslandi, sem verndar hagsmuni hinna ríku og valdamiklu, sé að keyra upp útlendingamál sem helsta viðfangsefni stjórnmálanna, að halda því fram að allt væri gott ef útlendingar hefðu ekki skemmt fyrir.

Samstöðin benti á í gær hversu fjarri það er að þessi málflutningur haldi vatni, sjá hér: Er þetta rétt hjá Bjarna, að flóttafólk sé að sliga kerfin? Ef vandinn er aukið álag á innviði vegna fólksfjölgunar þá er ekki hægt að meta áhrif hælisleitenda hærra en 1,3% af vandanum, það er þeirra sem ekki var sérstaklega boðið hingað til lands af Sjálfstæðisflokknum. Lausnin á veikum grunnkerfum er því ekki að skrúfa fyrir aðgengi þessa fólks að landinu, kerfin verða jafn veik eftir sem áður.

En þetta er líka staðan annars staðar í Evrópu. Þar snúast stjórnmálin um innflytjendamál þótt vandi álfunnar sé í dag miklum fremur aukin útgjöld til hermála sem grafa undan getu ríkisvaldsins til að veita velferðarþjónustu. Og vandi Bandaríkjanna eru ekki innflytjendur, þótt Trump segi það. Vandi Bandaríkjanna er gerspillt stjórnvöld sem eru í vasanum á auðvaldinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí