Eddan kostaði 7,5 milljarða

Edda, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, kostaði ríflega 7,5 milljarða króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu og vísar í svar Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseignir við fyrirspurn blaðsins.

Þegar verkefnið var kynnt fyrir almenningi, þegar samningur um byggingu hússins var undirritaður árið 2019, var talið að húsið myndi kosta um 6,2 milljarða króna. Framkvæmdasýslan segir í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins að heildarkostnaður við byggingu hússins hafi því verið 98,9% á áætlun frá 2019 á verðlagi dagsins í dag. Stofnunin bendir á að verktíminn hafi lengst um sjö mánuði, meðal annars vegna COVID faraldursins og stríðsins í Úkraínu.

Til samanburðar má nefna að  uppreiknaður byggingarkostnaður við Hörpuna var árið 2020 ríflega 24 milljarðar. Það má því segja að það hefði verið hægt að byggja þrjár Eddur fyrir eina Hörpu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí