Hannes líkir sjálfum sér við niðurbrotið 5 ára barn sem enginn mætti í afmæli hjá

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófesseor við Háskóla Íslands, hefur farið mikinn á Facebook undanfarna daga. Margir hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir rasísk ummæli í garð Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

„Getur þessi kona með erlenda nafnið ekki hætt að ónáða okkur með þessum sífelldu kvörtunum og þakkað þess í stað fyrir að hún býr ekki í Mið-Austurlöndumm,“ skrifaði hann um Semu Erlu, sem er fædd og uppalin á Íslandi.

Nú virðist Hannes vorkenna sjálfum sér, því hann deilir frétt DV um 5 ára barn sem var niðurbrotið eftir að enginn mætti í afmæli þess og líkir sjálfum sér við þetta barn.

„Það mætti ekki einn einasti samkennari minn í stjórnmálafræði á starfslokaráðstefnu mína og sjötugsafmæli (nema Stefanía Óskarsdóttir, sem var fundarstjóri), en ég brotnaði ekki beinlínis niður, og það varð húsfyllir, 180 manns. Þetta gat ekki farið betur,“ skrifar Hannes.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí