Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófesseor við Háskóla Íslands, hefur farið mikinn á Facebook undanfarna daga. Margir hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir rasísk ummæli í garð Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
„Getur þessi kona með erlenda nafnið ekki hætt að ónáða okkur með þessum sífelldu kvörtunum og þakkað þess í stað fyrir að hún býr ekki í Mið-Austurlöndumm,“ skrifaði hann um Semu Erlu, sem er fædd og uppalin á Íslandi.
Nú virðist Hannes vorkenna sjálfum sér, því hann deilir frétt DV um 5 ára barn sem var niðurbrotið eftir að enginn mætti í afmæli þess og líkir sjálfum sér við þetta barn.
„Það mætti ekki einn einasti samkennari minn í stjórnmálafræði á starfslokaráðstefnu mína og sjötugsafmæli (nema Stefanía Óskarsdóttir, sem var fundarstjóri), en ég brotnaði ekki beinlínis niður, og það varð húsfyllir, 180 manns. Þetta gat ekki farið betur,“ skrifar Hannes.