Kári lætur Hannes Hólmstein heyra það: „Þú sért hroðvirkinn klaufi“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor við HÍ, skrifar langan færslu á Facebook þar sem hann gagnrýnir ræðu Kára Stefánssonar á Sjómannadaginn í Grindavík. Í ræðu sinni sagði Kári að það væri kominn tími á sjómannabyltingu í íslensku samfélagi. Þá ræðu má lesa hér. Kári svarar gagnrýni Hannesar fullum hálsi í athugasemd við færslu hans og segir meðal annars: „Að vanda ertu að veita vatni á myllu þeirra sem halda því fram að þú sért hroðvirkinn klaufi.“

Það má segja að Hannes skrifi alla færsluna í belg og buðu, án nokkra greinaskila. Hann gerir tilraun til að halda því fram að kvótakerfið sé í senn réttlátt, arðbært og sjálfbært. „Það er engin tilviljun, að Ísland er eina landið í okkar heimshluta, þar sem sjávarútvegur er arðbær. Alls staðar annars staðar hokrar hann á ríkisstyrkjum. Eina leiðin til að túlka ákvæðið um þjóðareign er, að ráðstafa þurfi auðlindinni þannig, að þjóðin hafi sem mestan hag af henni, þegar til langs tíma er litið, og það er við núverandi fyrirkomulag. Þjóðin hefði ekki hag af því, að stjórnmálamenn og embættismenn fengju fleiri tækifæri, meira fé, til að bora jarðgöng, niðurgreiða nöldurmiðla, fara á Saga Class á ráðstefnur erlendis og reisa fleiri stórhýsi yfir þingið,“ skrifar Hannes meðal annars.

Kári svarar honum fullum hálsi og segir skrif hans benda til þess að hann hafi ekki kynnt sér ræðuna sem haldin var í Grindavík.

Hér fyrir neðan má lesa svar Kára í heild sinni.

Hannes það má vel vera að það meigi komast að þeirri niðurstöðu að ræða mín á sjómannadaginn hafi verið lýðskrum eins og þú segir í pistli þínum en ef svo er hefur þú komist að réttri niðurstöðu á röngum forsendum:

1. Þú gefur í skyn að ég hafi gagnrýnt kvótakerfið sem er alrangt. Ég minntist ekki einu orði á kerfið sem ég held að sé í eðli sínu býsna gott þótt framkvæmd þess sé eins og stendur bágborin.

2. Það eina sem ég sagði í ræðunni er að það séu sagðar ljótar sögur um sjávarútveg á Íslandi og það verði að hætta annað hvort með því að sanna að þær séu lognar sögurnar og krefjast þess þá að menn hætti segja þær eða sýna fram á að þær séu sannar krefjast þess að brotalamir í sjávarútveginum séu bættar. Ég lagði áherslu á að ég tæki ekki afstöðu til sannleiksgildi sagnanna.

3. Og síðan hvatti ég sjómenn til þess að sjá til þess að #2 sé gert vegna þess að sjávarútvegurinn sé þeirra vinnustaður og það sé vegið að heiðri þeirra með slæmu umtali um hann.

Það er alveg ljóst að pistillinn þinn er gagnrýni á texta sem þú last ekki. Þetta minnir á það þegar tónskáld nokkurt skrifaði gagnrýni um tónleika sem ekki voru haldnir. Að vanda ertu að veita vatni á myllu þeirra sem halda því fram að þú sért hroðvirkinn klaufi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí