Katrín og Bjarni ætla að messa um velsæld á enn annarri ráðstefnu í Hörpu á morgun

Á morgun hefst enn önnur alþjóðleg ráðstefna á vegum ríkisstjórnarinnar í Hörpunni. Nú ætlar forsætisráðuneytið að halda svokallaða „velsældar- og sjálfbærniráðstefnu“.  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætla öll að kynna yfir umheiminum hvernig þau hafa náð að auka velsæld á Íslandi.

Þetta er ekkert grín, því ráðstefnan er kynnt svo á vef stjórnarráðs Íslands: „Undanfarin ár hafa stjórnvöld lagt aukna áherslu á velsæld og sjálfbærni í aðgerðum sínum til auka lífsgæði almennings og komandi kynslóða. Hafa stjórnvöld mótað velsældarvísa og sérstakar velsældaráherslur auk þess að ráðast í umfangsmikla stefnumótun á sviði sjálfbærni með útgáfu grænbókar og heildarstefnu í málaflokknum síðar á þessu ári.“

Enn fremur segir að Ísland hafi verið virkur þátttakandi í samstarfi við önnu ríki að leggja áherslu á aðra mælikvarða en eingöngu landsframleiðslu til að mæla framgang ríkja og lífsgæði íbúa. „Ráðstefnan er liður í því að efla enn frekar vitund opinberra aðila, almenna markaðarins og almennings um mikilvægi þessara mála með það að markmiði að fleiri skref verði tekin í átt að enn öflugra velsældarhagkerfi og velsældarsamfélagi. Ráðstefnan er vettvangur fyrir frekara samstarf um velsældarhagkerfi milli Norðurlandanna og annarra þjóða sem eru leiðandi á þessu sviði,“ segir í kynningu á ráðstefnunni.

Fjöldi erlendra fyrirlesara koma til landsins og halda erindi, en meðal helstu fyrirlesara á ráðstefnunni eru:

  • Hans Kluge, framkvæmdastjóri WHO í Evrópu
  • Lord Richard Layard, forstöðumaður Centre for Economic Performance
  • Kate Pickett og Richard Wilkinson, prófessorar og stofnendur Patron of the Equality Trust
  • Chris Brown, yfirmaður Evrópuskrifstofu WHO fyrir fjárfestingar, heilsu og þróun
  • Carrie Exton hjá OECD Wise Centre
  • Heikki Hiilamo prófessor

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí