Kína í forystunni í loftslagsmálum – fimm árum á undan áætlun samkvæmt nýrri rannsókn

Kína er langt á undan öðrum þjóðum þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Svo vægt sé til orða tekið, en landinu er að takast að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar og gott betur – fimm árum á undan áætlun.

Kína hefur skuldbundið sig til að tvöfalda orkuframleiðslu sína í gegnum endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku fyrir árið 2030. En samkvæmt skýrslu frá Global Energy Monitor, samtökum sem mæla raunverulega notkun þessara orkugjafa og hafa höfuðstöðvar í San Francisco, þá lítur allt út fyrir að Kína muni ná þessu takmarki fyrir árið 2025 – fimm árum á undan áætlun.

Kína hefur skuldbundið sig til að ná að framleiða um 1.200 gígavött í gegnum vind- og sólar orku fyrir árið 2030. Samkvæmt skýrslunni hefur notkun Kína á sólarorku, á fyrsta fjórðungi þessa árs, náð 228 gígavöttum – sem er meira en öll restin af heiminum samanlagt. 

Orkuframleiðslan á sér að mestu leyti stað í norður, og norð-vestur hlutum landsins, í héruðunum Shanxi, Xinjang og Hebei. Þar fyrir utan, þá greinir skýrslan þróunina á þann veg að sú uppbygging sem á sér á sama tíma stað í framleiðslu enn fleiri sólorku virkjana, gerir það að verkum að Kína sé að fara að bæta öðrum 379 gígavöttum við þetta þegar mikla afrek. En einungis þessi aukning er þreföld á við frammistöðu Bandaríkjanna í þessum málum, og nánast tvöfalt meiri en öll Evrópa samanlögð.

Vindorka

Kína hefur einnig náð miklum árangri í notkun vindorku, en framleiðsla hennar í virkjunum í  sjó og á landi nær núna samtals meira en 310 gígavöttum, sem er tvöfalt meiri en framleiðslan árið 2017 og c.a. jafnmikið og næstu sjö lönd á listanum framleiða af vindorku samanlagt. Kína er á sama tíma að byggja upp frekari virkjanir í innri Mongólíu, Xinjang, Gansu og víðar við strendur landsins. 

Þar með er Kína langt komið með að bæta öðrum 371 gígavöttum við þessa framleiðslu – og eykur þar með eitt og sér vindorku framleiðslu heimsins um tæplega helming.  

Niðurstöður þessarar rannsóknar koma heim og saman við fyrri skýrslur alþjóðlegra samtaka sem og opinberar tölur frá kínverskum yfirvöldum, en þær hafa allar bent til þess að Kína muni auðveldlega uppfylla skuldbindingar sínar í þessum málum fyrir árið 2030. 

Þessi skýrsla áætlar, eins og áður segir, að þessu takmarki Kína verði náð fyrir 2025 hvorki meira né minna.

Tíbet virkjunin

Langstærsta sameiginlega sólar-og vatnsorku virkjun heims fór í gang í Tíbet á sunnudaginn. Er þessi virkjun sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en hún virkjar bæði sól og vatnsorku á sama tíma. Er hún búin eins gígavattar sólar panelum ásamt þriggja gígavatta vatnsorku rafhlöðurum.

Virkjunin er staðsett í Sichuan héraði, og er fær um að framleiða tvær milljarða kílóvatt stundir á ári, sem samsvarar árlegri orkunotkun um 700.000 heimila. Er þessi virkjun einungis fyrsti liður í takmarki Kína, að ná að framleiða hreina orku fyrir 100 milljónir heimila – sem samsvarar nánast íbúafjölda Bandaríkjanna – við Yalong ánna sem er 1.500 kílómetra löng. 

Er þessi virkjun Kína ekkert annað en tæknilegt stórvirki, en hún leysir ýmis tæknileg vandamál sem staðið hefur verið frammi fyrir þegar kemur að því að tengja sólarorku við almenna orkukerfið, ásamt því að mengunin sem af framleiðslunni stafar er tekist að halda í algjöru lágmarki. Á sama tíma leysir hún ýmis önnur vandamál sem löngum hefur plagað slíka orkuframleiðslu, líkt og hversu háð veðrinu hún sé.  

Losun Kína

Kína er það land sem ber ábyrgð á mestri losun gróðurhúsalofttegunda, ásamt því að það ber ábyrgð á notkun ríflega helmings alls kols í heiminum. Kína hefur þó,  ásamt flest öðrum löndum heims, skuldbundið sig til að draga úr þessari losun, samkvæmt alþjóðlegum samningum.

Lítið hefur verið um efndir á Vesturlöndum. Því er óhætt að segja að Kína er í forystunni í þessum málum, samkvæmt þessum tölum. Svo ekki sé meira sagt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí