Kína stækkar kjarnorkuvopnabúr sitt samkvæmt nýrri skýrslu

Samkvæmt nýrri skýrslu sænsku hugveitunnar SIPRI (Stockholm International Peace Research Institute), sem gefur árlegt yfirlit yfir stöðu heimsins í kjarnorkuvopnamálum, þá var Kína með 17% fleiri kjarnorkuvopn í janúar 2023 en árið á undan. Samkvæmt rannsókn þeirra, þá er áætlað að kjarnorkuvopnabúr Kína hafi farið úr 350 kjarnorkuvopnum uppí 410 á einu ári.

Ef fram heldur sem horfir, þá verður kjarnorkuvopnabúr Kína orðið sambærilegt við Bandaríkin og Rússland í kringum árið 2030. 

Kjarnorkuvopnabúr heimsins í heild hefur aukist um 86 samkvæmt áætlunum SIPRI, en þau voru 12.512 í janúar 2022. 

Af þessum fjölda eru í kringum 2000 kjarnorkuvopn – nánast öll frá Rússlandi og Bandaríkjunum – ávallt reiðubúin til að fara af stað og hitta skotmörk sín innan nokkurra mínútna (e. hair-trigger alert). 

Kjarnorkuvopnabúr heimsins

Bandaríkin og Rússland eru þó enn með yfirgnæfandi meirihluta allra kjarnorkuvopna í heiminum – eða rétt tæplega 90%. 

Í febrúar tilkynnti Rússland að það tæki ekki lengur þátt í nýja START samningnum, en hann setur miklar hömlur á notkun kjarnorkuvopna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí