Kvótagreifar fengu ekki allan kvótann og fá 1,4 milljarð í bætur

Héraðsdómur dæmdi ríkissjóði til að greiða Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum 515 m.kr. í bætur með verðbótum og dráttarvöxtum þar sem Jón Bjarnason þá sjávarútvegsráðherra ákvað að útdeila hluta af makrílkvótanum á smærri báta en ekki einvörðungu til stórútgerðarinnar. Í samskonar máli var ríkið dæmt til að greiða Huginn í Vestmannaeyjum 329 m.kr. með dráttarvöxtum og verðbótum. Áætla má að samanlagt þurfi ríkissjóður að láta þessar tvær útgerðir fá hátt í 1,4 milljarð króna.

Héraðsdómur byggir á dómi Hæstaréttar sem úrskurðaði úthlutun Jóns ólöglega, að honum hafi borið að úthluta öllum kvótanum út frá veiðireynslu og þá einvörðungu til stórútgerðarinnar. Þessi dómur er merkilegur þar sem hann virðist staðfesta að stórútgerðin eigi kvótann og þar með fiskimiðin, að almannavaldið, það er ráðherra sem sækir umboð sitt til Alþingis, geti ekki úthlutað kvóta nema í takt við veiðireynslu. Stórútgerðin hefur mesta veiðireynsla, hefur ýmist aflað sér hennar eða keypt.

Það er ekki svo að stórútgerðin hafi ekki fengið neinn makrílkvóta við úthlutun Jóns. Þvert á móti fékk hún kvóta sem metinn er á tugi milljarða króna. Vinnslustöðin og Huginn fóru í mál vegna þess að þeim fannst það ekki nóg og vildu fá allan kvótann, að smærri bátar fengju ekki neitt.

Rökin fyrir úthlutun Jóns á sínum tíma var að makrílveiði kæmu smærri útgerðum og dreifðari byggðum vel, að þessi happafengur sem ganga makrílsins inn í íslenska lögsögu var myndi lyfta fleirum upp en aðeins stórútgerðinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí