Losun gróðurhúsalofftegunda í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri rannsókn

Vísindamenn vara enn og aftur við því að heimurinn sé við bjargbrúnina í loftslagsmálum. Samkvæmt nýrri rannsókn, sem birt var í fræðiritinu Earth System Science Data í dag, þá hefur losun gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri. Sú “inneign” (e. Carbon budget) sem heimurinn átti fyrir losun koldíoxíðs og jafnframt ná markmiði Parísar samkomulagsins um ekki hærri meðalhækkun á hitastigi en 1,5 gráður er svo gott sem búin. 

Losunin féll töluvert á meðan að Covid krísan geysaði, eitthvað sem gaf mörgum von um að hægt væri að snúa þessum málum til betri vegar. En samkvæmt vísindamönnum, þá var þetta einungis tímabundin lækkun sem entist ekki lengi – og losunin er nú á hærra stigi en áður.

Alþjóðaráðið um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change) reiknaði út árið 2018 að heimurinn þyrfti að helminga losun sína fyrir árið 2030, miðað við losunina árið 2010, ásamt því að hætta henni alfarið, og ná engri losun fyrir árið 2050 ef það ætti að ná takmarkinu um að halda meðalhitastigi jarðarinnar undir 1,5 gráðu hækkun. Segja vísindamenn nú, að það sé svo gott sem ómögulegt að ná þessu takmarki, miðað við stöðuna í dag.  

Cop28

Ríkisstjórnir heims munu hittast í Dubaí í nóvember fyrir heimsráðstefnu um þessi mál, Cop28, þar sem þessi mál verða rædd og skýrslan kynnt fyrir þeim. Binda margir vonir við þessa ráðstefnu, og litið er á hana sem síðasta tækifærið til að gera eitthvað í málunum, áður en það verður of seint. 

Þetta var einnig sagt um loftlagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn 2009. Sem og alþjóðlegu ráðstefnuna í Frakklandi 2015, þar sem Parísarsáttmálinn var undirritaður. 

Þau lönd sem skrifuðu undir sáttmálann hafa þó flestöll gert lítið til að standa við hann. Og er Ísland þar ekki undanskilið.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí