Már segir ferðaþjónustuna valda neikvæðum hliðaráhrifum

Efnahagurinn 21. jún 2023

 „Aukinn straumur ferðamanna veldur hliðaráhrifum á aðra og sum þeirra eru neikvæð. Hún býr til kostnað fyrir þá sem fyrir eru og í prinsippinu ættu ferðamennirnir og greinin að greiða þann kostnað, til dæmis með komugjöldum, gistináttagjöldum eða með gjaldtöku á ferðamannastöðum,“ segir Már Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjórí í viðtali við Vísbendingu

„Það er þó ekki mitt að koma með patentlausnir á því. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að ákveða það kerfi. Þar hafa menn allskonar áherslur. Skoðanir varðandi tekjuskiptingu eru t.d. mismunandi og það er eðlilegt hlutverk stjórnmála að takast á um það og ég ætla ekki að skipta mér að því á gamalsaldri. En þetta þarf að skoða. Þarna liggur hundurinn grafinn,“ segir Már.

Má ræðir spennuna sem ferðaþjónustan veldur. „Þetta er vinnuaflsfrek grein og hún tekur til dæmis undir sig mikið húsnæði, bæði til að hýsa ferðamennina og starfsmennina. Þá skapast þær aðstæður að það vantar húsnæði og allir fara að tala um að það þurfi að byggja meira. En til þess þarf meira en lóðir og lánsfé. Það verða að vera til vinnandi hendur og það þarf að hýsa þessar hendur. Þarna er eitthvað sem vantar upp á. Það þarf að taka umgjörðina í kringum ferðaþjónustuna til skoðunar til að draga úr neikvæðum hliðaráhrifum hennar,“ segir hann.

Már segir í viðtalinu að hagvöxturinn á síðasta ári hafi ekki verið sjálfbær. Ísland ráði ekki við svona vöxt. „Það sem gleymist oft í umræðunni hér á landi er að ofurhitnunarástand, sem getur líka orðið án mikillar verðbólgu, er ekki þægilegt ástand fyrir þjóðfélag. Það myndast spenna af öllu tagi. Það verður ekki hægt að manna nauðsynlega þjónustu og eftir því sem ástandið verður verra verður augljóst að eitthvað mun þurfa að gefa eftir. Þess vegna má ekki keyra kerfið svona mikið. Hér áður fyrr var sjávarútvegurinn sveifluvaki í kerfinu. Þar skiptust á góðærisár og ofveiði annars vegar og tímabil þar sem fiskurinn hvarf og allt fór niður. Það ástand sem við erum að horfa upp á nú, og er ein ástæðan fyrir því að það er svona mikil umframeftirspurn í hagkerfinu, er snörp viðreisn ferðaþjónustunnar. Þá þarf að beina sjónum að því að vera með einhverskonar stýritæki sem dempar sveiflur og vöxt í ferðaþjónustu þegar hann verður of mikill,“ segir Már.

Lesa má viðtalið hér: Umsvifin eru umfram það sem íslenska kerfið þolir

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí