Noregur tilkynnti í gær að það væri búið að gefa grænt ljós á borun eftir olíu- og gasi á 19 nýjum svæðum. Segir í tilkynningunni frá norskum stjórnvöldum að verkefnin muni skila yfir 200 milljörðum norskra króna í ríkiskassann.
Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, sagði einnig af þessu tilefni að nýju verkefnin muni koma til með að leggja mikið af mörkum þegar kemur að því að tryggja orku öryggi Evrópu. Sagði hann að Noregur væri eini útflytjandi olíu og gass í Evrópu, og með því að ráðast í þessi verkefni væri verið að tryggja að Noregur stæði undir þessu ábyrgðarfulla hlutverki.
Verkefnin snúast bæði um borun á nýjum svæðum, ásamt útbreiddari vinnslu á svæðum sem þegar er verið að bora á.
Noregur, sem var þegar eitt allra ríkasta land í heimi vegna olíu framleiðslu sinnar, hefur hagnast gríðarlega á stríðinu í Úkraínu, en það setti útflutning Rússlands á olíu og gasi til Evrópu úr miklum skorðum.
Loftslagsbreytingar
Vísindamenn áætla að ef heimurinn brennir allar þær birgðir af jarðefnaeldsneyti sem hann á nú þegar, þá mun meðalhiti jarðarinnar hækka um c.a. 9,5 gráður.
Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til þess að halda hitanum undir 1,5 gráðu meðalhækkun, samkvæmt Parísar sáttmálanum.
Ekki er ljóst hvernig Noregur áætlar að borun eftir meiri olíu hjálpar til í þeim málum.