Ný rannsókn varar við að kornrækt sé ógnað af fordæmalausum hitabylgjum og þurrkum

Hitabylgjum sem mátti búast við einu sinni á hundrað ára fresti árið 1981 má núna búast við einu sinni á sex ára fresti í mið-vestur fylkjum Bandaríkjanna og einu sinni á sextán ára fresti í norðaustur Kína. Líkurnar á hættulegum uppskerubrestum hafa stóraukist. Þetta eru niðurstöður úr nýrri rannsókn frá Háskólanum Tufts í Boston. 

„Veðurfarið eins og það hefur verið undanfarna áratugi gefur ekki góða mynd af því sem við búumst við í framtíðinni” segir Erin Coughlan de Perez, prófessor og einn höfunda rannsóknarinnar í stúdentablaði háskólans. „Við lifum við annað veðurfar og fólk er að vanmeta möguleikana í dag á öfgafullu veðri”. 

Þurrkur í miðvestur hluta Bandaríkjanna

Samkvæmt nýjustu skýrslu IPCC (e. Intergovernmental Panel on Climate Change) var meðalhiti jarðar á síðasta áratug 1.1 gráðu hærri en meðalhitinn á milli áranna 1850 og 1900. Til þess að meta hver áhrifin af þessu hækkaða hitastigi kunna að vera tóku rannsakendur fjöldann allan af veðurfarsspám frá síðustu 40 árum og mátu líkurnar á öfgakenndum hitabylgjum. Sérstaklega vildu þau finna út líkurnar á hitabylgjum sem geta haft slæm áhrif á kornrækt. 

Spá IPCC um breytingu á hita og úrkomu á þessari öld

Hátt hitastig að vori til getur haft mikil áhrif á korn sem er plantað haustinu á undan. Ef hitinn fer yfir 27,8 gráður Celsíus fara plönturnar að þjást undan hitaálagi en við hita sem er yfir 32.8 gráður fara mikilvæg ensím í korninu að brotna niður. 

„Í miðvestrinu var það þannig að á einu vori sáum við kannski fjóra til fimm daga þar sem hitinn varð nægilega mikill til að brjóta niður ensím, það var frekar ólíklegt.” segir Coughlan de Perez, annar höfundur rannsóknarinnar. „Rannsóknir okkar sýna að á hverju ári í dag má búast við um 15 dögum sem fara yfir þennan þröskuld. Okkur sýnist það geta haft verulega slæmar afleiðingar”.

Miklum hita fylgja gjarnan miklir þurrkar

Samvirkni á milli þessara tveggja áhættuþátta er sögð geta haft mjög mikil áhrif á uppskeruna. Bæði Bandaríkin og Kína eru mikilvægir framleiðendur af korni í heiminum, þar eru svæði sem framleiða umtalsvert af öllu korni í heiminum. Ef það yrði uppskerubrestur á þessum stöðum samtímis, eða á sama tíma og uppskerubrestur á annarri ræktun, gæti það haft alvarlegar afleiðingar á verði og aðgengi á mat í heiminum. 

Niðurstöðurnar sýna að veðurfar í miðvestrinu í Bandaríkjunum og norðaustri Kína hefur verið milt undanfarin ár miðað við það sem er mögulegt. Veðurfarið er alltaf að einhverju leyti handahófskennt, það eru margir möguleikar á hverju ári. Að einhverju leyti eins og að kasta tening. Þessi tvö svæði í Kína og Bandaríkjunum eru sögð hafa verið að „rúlla lágt” á teninginn síðustu ár, hitinn hefur verið minni en sá hiti sem má almennt búast við í dag. Veðurfarsbreytingarnar breyta teningnum. Hæsta talan er hærri en hún var áður. Rannsakendur taka fram að þessi svæði hafi ekki upplifað fullan þunga þess sem er mögulegt og gætu verið illa undir það búin. 

„Von mín er að við getum skýrt fyrir fólki að teningurinn þeirra hefur breyst. Þú getur fengið upp eitthvað mjög öfgafullt.” segir Coghlan De Perez. „Kannski færðu ekki sexu á teningnum í góðan tíma en það er gott að undirbúa sig fyrir það áður en það gerist.” 

Vilja að við undirbúum okkur

Rannsakendur kortlögðu líka svæðisbundin og hnattræn veðurfarsmynstur sem gætu leitt til hættulegra atburða. Þar á meðal versta spá um hvað gæti gerst, þar sem kornrækt í Bandaríkjunum og Kína verður fyrir miklu hnjaski á sama tíma. Rannsakendur segja að slíkar rannsóknir geti hjálpað okkur að upplýsa um það hvernig er best að bregðast við og draga úr skaðsemi slíkra atburða, sem verða sífellt líklegri.

„Ég held, hvað varðar veðurfarsbreytingarnar, að okkur skorti ímyndunarafl. Ef við erum ekki að ímynda okkur verstu möguleikana sem geta komið upp erum við ekki undirbúin fyrir þá.” sagði Coughlan de Perez. „Þetta þarf ekki að koma á óvart. Við erum með tólin sem við þurfum til að reyna að skilja hvað er mögulegt og verið tilbúin þegar það gerist”.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí