Reykjavík hefur ekkert gert til að stöðva gegnarlausa landtöku einkaaðila

Reykjavíkurborg hefur í gegnum tíðina lítið sem ekkert gert í því sporna við landtöku einkaaðila. Það er því ekki furða að næstum tíu prósent lóðhafa fara út fyrir lóðamörk í Reykjavík. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins en þar viðurkennir Óli Jón Hertervig, sem starfar hjá fjármála- og áhættustýringu borgarinnar, að almenn vitneskja hafi verið um þetta.

Óli Jón segir nokkuð algengt að lóðhafar reyni að afmarka sér stærri lóðir en þeim var úthlutað. „Á þetta einkum við þegar lóðir liggja um græn og óbyggð svæði. Mörg dæmi eru einnig um það að lóðarhafar leggi undir sig stíga milli lóða. R eykjavíkurborg hefur í gegnum tíðina ekki verið með sérstakt átak til að sporna við þessari landtöku, enda er oft um mjög lítið landsvæði að ræða,“ segir Óli Jón.

Borgin birtir skýrslu frá árinu 2020 sem hluta af svarinu, í henni var reynt að kortleggja umfang lóða sem að einhverju leyti eru í ósamræmi við samþykkt skipulag. Óli Jón segir: „Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar er um 1529 lóðir að ræða þar sem lóðarhafi fer út fyrir lóðarmörk, sbr. hjálagða skýrslu frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur hug á sumri komandi og því næsta að gera átak í þessum efnum og gera lóðarhöfum viðvart séu þeir ekki að virða samþykkt lóðarmörk. Er sú vinna í undirbúningi.“

Það má segja að þessi skýrsla sé svört en í niðurstöðuhluta hennar segir: „Það er óhætt að segja að víða sé pottur brotinn í eftirfylgni við lóðaskipulag í Reykjavíkurborg. ,,Land í fóstri“ var verkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúum bauðst aðstoð við að græða land næst lóðamörkum þeirra. Borgin lagði til efnivið, túnþökur og trjágróður, en íbúar vinnuna. Samkomulagið virðist ekki alltaf hafa verið formlegt, aðeins munnlegt milli lóðahafa og skipulagsstjóra þess tíma og í raun og veru bauð upp á þá landtöku sem nú er við að glíma.“

Líkt og fyrr segir þá virðist borgin lítið sem ekkert hafa gert í þessum vanda yfir árin. Skýrslan kemur inn á það: „Þetta hefur svo fengið að þróast óáreitt áratugum saman og vegna ónógra verkfæra starfsmanna borgarinnar til að grípa inn í þegar brot eiga sér stað virðist erfitt að stoppa þetta. Sérstaklega er mikið um þetta í efri hverfum borgar þar sem lóðir liggja að opnu svæði.“

Hér lesa skýrsluna svörtu frá árinu 2020.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí