Samdráttur í Evrulandi – bullandi hagvöxtur á Íslandi

Samdráttur í landsframleiðslu í Þýskalandi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs upp á 0,3% er megin ástæða þess að samdráttur upp á 0,1% mælist í evrulöndunum. Og endurmat á landsframleiðslu síðasta ársfjórðungs síðasta árs leiddi í ljós sama samdrátt, upp á 0,1%. Það hefur því verið samdráttur tvo ársfjórðunga í röð og evrulöndin því komin á formlegt samdráttarskeið, sem óljóst er hvenær endar.

Það sem veldur samdrættinum er orkukreppan vegna stríðsins í Úkraínu og tilheyrandi viðskiptaþvingana en einnig hækkandi vextir vegna verðbólgu. Talið er að hækkun vaxta muni klippa um 2% af hagvexti í Evrulandi frá 2022-25 og þar af mest í ár.

Það er misjafn kraftur í hagkerfum landanna. Þetta graf var birt í skýrslu Hagstofu Evrópu í dag og sýnir breytingu á landsframleiðslunni frá síðasta ársfjórðungi, leiðrétt fyrir árshátíðarsveiflum.

Þarna sést að það er mikill gangur í Póllandi, Lúxemborg og nokkrum löndum í Suður-Evrópu. Á hinum endanum er Írland þar sem landsframleiðslan skrapp saman. Þar á eftir koma Litháen, Holland og Eistland.

Evrópska Hagstofan birtir töflu yfir hagvöxt í flestum löndum Evrópu. Hér er hún í einfaldari útgáfu:

LandHagvöxtur
síðustu 6
mánuði
Hagvöxtur
síðustu 12
mánuði
Ísland2,5%6,1%
Spánn0,9%3,8%
Kýpur1,7%3,4%
Malta0,6%3,2%
Rúmenía1,1%2,8%
Króatía1,9%2,6%
Portúgal1,9%2,5%
Danmörk0,7%2,4%
Noregur0,2%2,4%
Búlgaría1,1%2,3%
Grikkland1,0%2,1%
Ítalía0,5%1,9%
Holland-0,3%1,8%
Austurríki0,0%1,8%
Bandaríkin0,9%1,6%
Belgía0,6%1,4%
Evruríkin 20-0,2%1,0%
Evruríkin 19-0,2%1,0%
ESB-0,1%1,0%
Slóvakía0,6%1,0%
Frakkland0,2%0,9%
Svíþjóð0,1%0,8%
Slóvenía1,3%0,7%
Sviss0,3%0,7%
Lettland1,8%0,4%
Pólland1,4%0,0%
Írland-4,7%-0,3%
Tékkland-0,4%-0,4%
Lúxemborg-1,8%-0,4%
Finnland-0,4%-0,4%
Þýskaland-0,8%-0,5%
Ungverjaland-0,9%-1,1%
Litháen-2,6%-2,7%
Eistland-1,6%-3,7%

Ísland er þarna á toppnum með lang mestan hagvöxt síðustu tólf mánuði. Íslenska hagstofan mældi hann upp á 7,0% en þarna er hann 6,1%. Síðan koma Spánn, Malta og Kýpur sem eru allt ferðamannalönd eins og Íslands. Það er í þeim löndum sem batinn eftir cóvid er enn að koma fram á meðan aukin ferðalög vigta ekki eins hlutfallslega hátt í öðrum löndum.

Á hinum endanum eru lönd Mið og Austur-Evrópu sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af stríðinu í Úkraínu og viðskiptastríðinu því samfara.

Stöðuna má sitja upp á landakort. Því rauðari sem löndin eru því heitara er hagkerfið. Og því blárri sem liturinn er, því meiri er samdrátturinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí