Segir Svandísi öfgafullan kommúnista

Umhverfismál 22. jún 2023

„Það sem hér er á ferðinni er að öfga­full­ur komm­ún­isti stjórn­ar mat­vælaráðuneyt­inu og virðist hata allt nema rík­is­rekst­ur. Hún er greini­lega að máta sig við nýja stjórn­ar­hætti. Það er að mínu mati með ólík­ind­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­vælaráðuneytið,“ sagði Kristján Loftsson í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Ólgan vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum til haustsins heldur áfram að magnast. Í kvöld verður fundur í Gamla kaupfélaginu á Akranesi þar sem mótmæla á þessari ákvörðun. Vilhjálmur Borgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hvetur alla til að mæta á fundinn því gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir Akurnesinga og nærsveitunga.

„Matvælaráðherra hefur tilkynnt komu sína á fundinn ásamt nokkrum þingmönnum úr kjördæminu en öllum þingmönnum kjördæmisins var boðið sérstaklega á fundinn sem og þingflokksformönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook.

Þingflokkur Sjálfstæðismanna kemur saman fyrir helgi til að ræða þetta mál.

Í Morgunblaði dagsins er ákvörðun Svandísar lýst sem mistökum í stríði við náttúverndarsamtök

„Ákvörðun Svandís­ar bar upp sama dag og friðun­ar­segg­ur­inn Paul Wat­son boðaði komu sína á Íslands­mið, en hann þakk­ar sér að sjálf­sögðu það að ráðherr­ann hafi lúffað. Það er hneisa að ís­lenska ríkið virðist láta und­an hót­un lög­lausra aðgerðasinna.

Verra er að þar eru miklu meiri hags­mun­ir lagðir að veði. Ekki hval­veiðarn­ar, sem litlu skipta efna­hags­lega, þó skeyt­ing­ar­leysi ráðherr­ans um lífsviður­væri launa­fólks veki undr­un, held­ur rétt­ur Íslend­inga til hag­nýt­ing­ar nátt­úru­auðlinda lands­ins okk­ar og hafs­ins um­hverf­is það.

Nú þegar hafa alþjóðleg nátt­úru­vernd­ar­sam­tök gert at­huga­semd­ir við fisk­veiðar al­mennt, þar á meðal við Ísland, þó all­ir þeir sem til þekkja viður­kenni að hvergi í heim­in­um séu fisk­veiðar í haf­inu stundaðar af meiri ábyrgð; án rán­yrkju og án rík­is­styrkja við sjáv­ar­út­veg.

Falli stjórn­völd frá áður óum­deild­um rétti Íslend­inga til ábyrgr­ar auðlinda­nýt­ing­ar þarf eng­inn að ef­ast um að skör­in fær­ist upp á bekk­inn. Þeir hags­mun­ir geta ekki orðið meiri. Íslenskt sam­fé­lag er reist á rétti lands­manna til lífsviður­vær­is af gæðum lands og sjáv­ar, en án hans er Íslands­byggð úr sög­unni,“ segir Mogginn og lætur sem fiskveiðar Íslendingar séu í hættu vegna ákvörðunar Svandísar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí