Skorað á Björgvin að fara aftur í framboð fyrir Samfylkinguna

„Það koma oft á mig áskor­an­ir héðan og þaðan, þannig að það vak­ir alltaf og kem­ur vel til greina. Maður tek­ur þó bara ákvörðun í fyll­ingu tím­ans. Ég mun skoða fram­boð með opn­um hug þegar að því kem­ur,“ seg­ir Björg­vin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, í samtali við Mogga dagsins.

Áskoranirnar eru um að hann freisti þess að leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Þar situr fyrir Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins. Oddný hefur ekkert gefið upp um sinn vilja, en vitað er að það andar köldu milli hennar og Kristrúnar Frostadóttur formanni.

Björgvin var viðskiptaráðherra í Hruninu og sagði af sér sem ráðherra í kjölfarið. Hann hefur síðan að mestu verið utan stjórnmálanna, en var þó í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg í bæjarstjórnarkosningunum í fyrra.

Björgvin kom í Vikuskammt við Rauða borðið í gær og ræddi fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni ásamt Alexöndru Ýr van Erden forseta Landssambands stúdenta, Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur uppistandara og fyrrum starfsmanns Pírata og Hring Hafsteinssyni hönnuði.

Spjallið má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí