Svissneski bankinn UBS hefur lokið yfirtöku sinni á Credit Suisee, öðrum stærsta banka Sviss. Hefur þessi samruni leitt til banka sem er ekki hægt að lýsa öðruvísi en skrímsli – en eftir samrunann er bankinn með jákvæða eiginfjárstöðu uppá 1,6 trilljónir dollara.
Bankinn mun nú koma til með að hafa yfirsjón yfir 5 trilljónum dollara. Samruninn markar á sama tíma endalok 167 ára sögu Credit Suisse, eins stærsta banka Sviss. En hann hefur verið á endalausu kafi í hneykslis- og spillingarmálum síðustu ár.
UBS hefur þegar gefið það út að það hyggst skera verulega niður í þeim kringum 120.000 manna starfsfjölda, sem störfuðu hjá báðum bönkum fyrir samrunann. Ásamt því að taka verulega til í efri stjórninni.
UBS ákvað að koma Credit Suisse til bjargar 19.mars, í samráði við svissnesk yfirvöld sem óttuðust að fall svo stórs banka myndi koma miklu órói á fjármálamarkaði. UBS hefur þannig tekið um þrjá mánuði í að yfirtaka keppinaut sinn gjörsamlega, eitthvað sem telst verulega hratt miðað við hversu stór fyrirtæki er um að ræða.
Samkvæmt fréttum mun einungis um 1/5 starfsmanna Credit Suisse koma til með að starfa áfram hjá hinum nýja banka. Andre Helfenstein, yfirmaður innanlandsviðskipta bankans, er eini háttsetti yfirmaður Credit Suisse sem mun koma til með að halda starfi sínu.
Samkvæmt spám mun UBS koma til með að sýna fram á gígantískan hagnað á komandi viðskiptafjórðungum. En þessi kaup bankans var á svo gott sem tombóluverði samkvæmt sérfræðingum.