Svona vonuðust Sindri og Ísidór til þess að verða frægir: „Ég hef miklar væntingar“

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka, hugðust um tíma nota dróna til voðaverka á Íslandi. Þeir vonuðust til þess að það yrði fréttaefni utan landsteinana. Þetta kemur fram í ákæru á hendur þeim, en í henni er vitnað óspart í samskipti þeirra á Signal.

Þann 28. ágúst 2022 höfðu þeir Sindri og Ísidór rætt talsvert sín á milli um hvernig best væri að myrða sem flesta á Íslandi. Allt í nafni hægristefnu. En þann dag fékk Sindri hugljómun. Hugljómun sem þeir töldu að myndi skapa þeim heimsfrægð. Hér fyrir neðan má lesa spjall þeirra tveggja á Signal þann dag.

Sindri: „ég var að fá svaaaaka hugmynd.“

Ísidór: „bring it.“

Sindri: „Nú hættum við að prenta byssur og byrjum að prenta dronea.“ – kaupum kínasull í þá og sprengiefni.“

Ísidór: „no were talking – gangsta shit – drone swarm incoming.“

Sindri: „úfff – það yrði sko fréttaefni.“

Ísidór: „við gætum flogið inná alþingi – heim til gunnars smára.“

Sindri: „heldur betur – einmitt.“

Ísidór: „lögreglustöðina.“

Sindri: „mmmmhmmmmm“

Ísidór: „ohmylord – djöfulli eru fokking sniðugur – semtex drona að blasta marching tónlist.“

Sindri: „væri geggjað ef það væri hægt að fá dróna sem eltir laser.“

Ísidór: „það er allt hægt vinur minn.“

Sindri. „shock attack dæmi.“

Ísidór svarar með því að senda myndskeið af hernaði með orðnum: „la, la, la, la, la – BÆNG – help mee help mee.“

Sindri svarar og sendir vefslóð þar sem seldir eru drónar og skrifar: „5km range 30 min endurance á þessu drasli“

Ísidór: „hahahahaha HVAÐ ER ÁSETT Á ÞETTA?“

Ísidór: „þurfum í raun bara 5 min flight time“

Sindri: „class a, b óvini þurfum við eithvað betra“

Ísidór: „góðar stundir – Sometimes you can buy a single controller and then purchase multiple drones that work with it. In that case you might want to look for a BNF or bind and fly drone. Son you don´t end up paying for multiple controllers.“

Sindri: „VEISLA“

Ísidór: „gaur ég er við það að rúnka mér – það kraumar í nærbuxunum mínum – brb vantspása.“

Sindri: „við þurfum bara svona controllera og battery pakka – tengjum við svo annað lítið móðurborð inná þett asem kveikir á hleðslunni – notum bara kerti úr díselbíl – glóðarkerti – það væri náttúrulega geggjað að hafa 5km range og sjá bara á skjá í bíl leeengst í burtu hvað er fyrir framan þig – það væri aldrei hægt að tenja mann við þetta.“

Ísidór: „ja true e þá þurfum við að spandera.“

Sindri: „ef við smíðum drónan sjálfir væri aldrei hægt að rekja þetta.“

Ísidór: „eða raða saman vel völdum componentum og calibratea allt.“

Sindri: „veistu ég skal alveg spandera ef ég fæ að sjá chaos í kvöldfréttum.“

Ísidór: „skoðum bara íhlutina.“

Sindri. „ég vil fá eina svona á dómsmálaráðuneytið – helst fleiri.“

Ísidór skrifar: „væri skemmtilegra að gera nokkra“ og sendir svo slóð á vefsíðu þar sem finna má leiðbeiningar um smíði dróna.

Sindir sendir hlekk á grein um hvernig eigi að smíða drón og skrifar: „ég vil fá 1 fermetra dróna með 3kg af semtexi strappað á – bara núna straaaax.“

Ísidór: „gæða grein – er að læra mikið.“

Sindri: „lestu gps partinn hægt.“

Ísidór: „hvað heldurðu að  ég sé? Simpla jack?“

Sindri: „svo fáum við bara hnitin á google earth – og svo stillum við bara hvar þetta á að vera yfir sjávarmáli“

Ísidór: „og ætlaru að reikna flight time deilt með hvenær í andskotanum gulli utanríkisráðherra labbar inní alþingi?“

Sindri: „nei þetta þarf ekki að vera svo útpælt – maðurinn labbar utandyra líka.“

Ísidór: „ég vil sjá casualties.“

Sindri: „það væri best að prófa þetta á bara venjulegum lögreglumanni fyrst.“

Ísidór: „high profile target.“

Sindri: „það kemur.“

Sindri skrifar „við getum byrjað á þessum hnitum“ og með skilaboðunum fylgir loftmynd af lögreglustöðinni í Reykjavík.

Sindri:  „það væri fréttaefni að senda 5 stk út í einu alla á mismunandi staði – heimsfréttaefni“

Ísidór: „er þetta nálægt sjónum?“

Sindri: „já svona 8 metrum fyrir ofan sjávarmál.“

Sindri: „drónar yrðu líklegast bannaðir eftir svona atburð.“

Ísidór: „vonandi – For drones designed to carry a payload, TW ratios around 2 are normal, but you could fly with as low as TW ratio of 1,5.“

Sindri: „15k fyrir medium size sem gæti mögulega borið 3-500 gr – count m ein – handsprengja er 1lbs sem er 450gr.“

Ísidór: „en hvað er displacementið vs. 450 gr af c4/semtex?“

Sindri: „ég vil gera eitthvað stærra en það – ég hef miklar væntingar – handsprenjur eru fylltar af byssupúðri – þannig c4 væri líklega 5x öflugra.“

Ísidór: „ja spurningin með ED er alltaf hvað tilgangurinn er – shrapnel eða shock wave – og method of deployment.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí