Það er eins og líf sjúklinga á geðdeildum sé einkis virði

Sýknudómur yfir Steinu Árna­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­i vegna ákæru um að hafa af ásetningi orðið völd að dauða sjúklings á geðdeild Landspítala hafa ekki farið vel í samfélag fólks með geðraskanir. Það þekkir frelsissviptingar og ofbeldi af hálfu geðheilbrigðibatterísins og starfsfólks þess. Spurningin sem vaknar er: Skiptir líf sjúklinga á geðdeildum svo litlu máli að enginn er ábyrgur þegar þær deyr vegna meðferðarinnar?

Þetta var sú spurning sem Sigríður Gísladóttir formaður Geðhjálpar spurði við Rauða borðið. Hún sagði eðlilegt að sýknudómurinn valdi fólki með geðraskanir vonbrigðum. Það komi fram í dóminum að hjúkrunarfræðingurinn hafði orð á sér fyrir að sýna hörku gagnvart sjúklingum en spítalinn hafi ekki brugðist við. Og í dómnum kemur fram að Steina hafi orðið völd að dauða sjúklingsins. Hún er sýknuð á þeim forsendum að ekki þótti sannað að um ásetning hafi verið að ræða.

Sigríður segist ekki ætla að fullyrða að dómurinn sé rangur. Það geti hins vegar ekki verið niðurstaða þessa máls að enginn beri ábyrgð, að sjúklingur á geðdeild deyi vegna aðgerða starfsfólks án þess að nokkur beri ábyrgð á því. Það er eins og líf fólks með geðraskanir sé minna virði, að það geti látist af völdum starfsfólks án þess að nokkur sé kallaður til ábyrgðar. Hefði þetta orðið niðurstaðan ef þetta hefði gerst á hjartadeild? spyr Sigríður.

„Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af?“ spyrt Sigríður í grein sem hún skrifar á Vísi í dag ásamt Grími Atlasyni framvkædmastjóra Geðhjálpar. „Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar.“

Og síðar í sömu grein: „Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt.“

Sjá má og heyra samtalið við Sigríði í spilaranum hér að neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí