Trump kveðst vera saklaus í sögulegu réttarmáli

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, mætti fyrir dómstóla í Miami í dag í sögulegum réttarhöldum. Þurfti hann þar að svara fyrir 37 ákærur af margvíslegum toga. Einna alvarlegastar eru kærurnar sem snúa að því að hann hafi meðvitað leynt opinberum trúnaðargögnum, með því að taka þær með sér í golf klúbbinn sinn í Mar-a-Lago í Flórida. Rassía FBI í Mar-a-Lago leiddi þetta í ljós í ágúst á síðasta ári. 

Þar fyrir utan, þá er Trump ákærður fyrir að hafa greitt Stormy Daniels, klámmyndaleikkonu, umtalsverðar fjárhæðir fyrir að þegja um samband þeirra. Voru þeir fjármunir greiddir í gegnum fyrrum lögfræðing Trump Michael Cohen, sem mun verða stjörnuvitni við réttarhöldin. 

Ef það væri ekki nóg, þá er Trump einnig ákærður fyrir lygar, í þeim tilgangi að breiða yfir þessa glæpi, ásamt því að kynda undir árásina á þinghúsið í Washington 6.janúar 2021. Er þetta einungis brot af þeim langa lista sem þessi fyrrum forseti Bandaríkjanna er ákærður fyrir.  

Trump lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Lýsir hann þessu, eins og svo oft áður, sem nornaveiðum. Á sama tíma hefur hann sagt að hann muni skipa sérstakan saksóknara til að ráðast á Joe Biden og aðra óvini sína þegar hann komist aftur til valda eftir næstu forsetakosningar. 

Söguleg réttarhöld

Réttarhöldin eru söguleg. Aldrei áður hefur fyrrum forseti Bandaríkjanna verið dreginn fyrir rétt. Sá næsti sem kom nálægt því var Richard Nixon í Watergate hneykslinu, en eins og frægt er þá sagði hann af sér áður en kom til þess. Varaforseti hans, Gerald Ford sem tók við embættinu, veitti honum sakarupplausn.

Hvað gerist næst?

Réttarhöldin eru ekki einungis mikilvæg í sögulegum skilningi, en sérstaklega mikilvægt er að fá á hreint hvort Trump muni geta boðið sig aftur fram sem forseta í kosningunum 2024. En hann er staðráðinn í því, og samkvæmt spám, er mjög líklegt að hann vinni ef af því verður.

Mikil stemming var fyrir framan dómstólinn í Miami í dag, bæði stuðningsfólk og mótmælendur. 

Eftir réttarhöldin fór Trump beint uppí einkaþotuna sína og flaug burt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí