Verkfall á leikskólum: „Ég er í tveimur vinnum, til þess að geta haft það svona allavega fínt“

„Ég legg það nú upp í vana minn að vera bjartsýn en eftir þennan fund er ég orðin ansi svartsýn,“ svarar Emilía Ásrún Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður á leikskóla Seltjarnarness, spurð um hvort hún haldi að verkfallið verði langt. Hún er ein af níu hundruð leikskólastarfsmönnum sem eru nú í verkföllum í ellefu sveitarfélögum.

Fundurinn sem hún vísar til er sá á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í hádeginu en þar var samninganefnd SÍS hörð á því að neita að greiða eingreiðslu upp á 128 þúsund krónur til að leiðrétta misræmi í launum.

„Þetta leggst ömurlega í fólk, ef ég segi eins og er. Þetta er ömurlegt. Við bjuggumst ekki við því að þetta yrði staðan. Við skiljum ekki hvers vegna það er ekki bara hægt að semja. Okkur finnst þetta hófstilltar kröfur,“ segir Emilía í samtali við Samstöðina.

Emilía segir launin séu einfaldlega það lág að verkfall sé það eina í stöðunni. „Ég skil ekki hvers vegna sveitarfélagið semur ekki,“ segir Emilía en hún telur að margir kollegar hennar eigi erfitt með að ná endum saman. „Eins og ég, ég er ekki bara í einni vinnu. Ég er í tveimur vinnum, til þess að geta haft það svona allavega fínt. Hvað þá fólk sem er bara í þessari vinnu, þetta er ótrúlegt. Ég held að mjög margir séu alveg að ströggla. Flestir jafnvel,“ segir Emilía.

Emilía segist hafa fullan skilning fyrir þeim óþægindum sem foreldrar á Seltjarnarnesi verða fyrir. „Nú eru sumarfrí að fara að hefjast og ég get ímyndað mér að verkfallið hafi neikvæð áhrif fyrir marga foreldra, sumir örugglega að taka það fyrr en annars,“ segir Emilía. Þrátt fyrir þetta segist hún skynja að flestir foreldrar standi með leikskólastarfsmönnum í kjarabaráttunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí