Yfir helmingur allra nýrra rafmagnsbíla seljast í Kína

Sala á rafmagnsbílum hefur þrefaldast á síðustu þrem árum, frá þrem milljónum nýrra rafmagnsbíla seldir á heimsvísu árið 2020 til 10 milljóna 2022. Það þýðir að fyrir hverja 20 nýja bíla sem seldir verða árið 2022, verða þrír af þeim rafmagnsbílar.

Fyrir enda þessa árs býst alþjóðlega orkumálastofnunin við því að 14 milljónir rafmagnsbíla seljist. Það er 35 % aukning frá síðasta ári.

Seldir rafmagnsbílar frá 2010 til 2022. BEV bílar ganga alfarið á rafmagni en PHEV eru blandaðir (e. hybrid) bílar

Kína leiðir vagninn

Kína selur yfir helming af öllum nýjum rafmagnsbílum (58%). Samkvæmt orkumálastofnuninni seldust þar 5,9 milljón rafmagnsbílar í fyrra sem er 80% aukning frá 2021. Kínverskir bílaframleiðendur líkt og BYD (Build Your Dreams) og SAIC-GM-Wuling hafa tileinkað sér það að framleiða ódýra og endingargóða rafmagnsbíla. 

Einn af hverjum þrem nýjum bílum sem seljast í Kína eru rafmagnsbílar (29%). Í Evrópu er prósentan um 21%, 8% í Bandaríkjunum og 2% um heiminn allan. Gögn fengin frá alþjóðlegu orkumálastofnuninni

Sala rafmagnsbíla í Kína 2010 til 2022

Rafmagnsbílar og batteríin þeirra

Rafmagnsbílar ganga á orku sem er hlaðið á batteríin þeirra. Bílarnir blása engum koltvísýring þegar þeir eru í notkun en rafmagninu sem er hlaðið inn á þá getur hafa verið framleitt á mismunandi vegu. Því er útblástur sem rekja má til notkunar rafmagnsbíla breytilegur eftir því hversu mikill útblástur varð við framleiðslu orkunnar sem þeir síðan nota. 

Rafmagnsbílar þurfa töluvert meira af fágætum málmum en bensín- og dísel bílarnir. Samkvæmt Alþjóðlegu Orkumálastofnuninni þurfa rafmagnsbílar, fyrir utan stál og ál, um 200 kíló af málmum til að framleiða eitt 75 kWh batterí. Venjulegur bensínbíll þyrfti um 34 kíló. 

Bensínbílar og rafmagnsbílar nota kopar og mangan en rafmagnsbílarnir þurfa líka töluvert af grafíti, nikkeli, kóbolti, litíni (e. lithium) og fleiri málma til þess að hægt sé að framleiða þá. Aðferðunum sem beitt er til að ná í þessa málma valda miklum umhverfisspjöllum og stórfelldu arðráni á vinnuafli í suðurhluta heimsins. 

Umfjöllun Al Jazeera um hversu vistvænir rafmagnsbílar eru

Sala rafmagnsbíla stóreykst á milli ára á íslandi

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí