22 milljörðum meira í hernað, ef Ísland á að jafna Lúxemborg

Nató er með kröfu á aðildarríkin að auka framlag til varnarmála upp í 2% af landsframleiðslu á íslenskan mælikvarða eru þetta 75 milljarðar króna miðað við verðbólgu síðasta árs, líklega nær 85 milljörðum króna í ár. Framlög íslenska ríkisins nær hins vegar vart meiru en 4,5 milljörðum, það er kostnaður við mannvirki Nató á Keflavíkurflugvelli, eftirlit Landhelgisgæslunnar á hafsvæðinu, fastanefndin í höfuðstöðvum Nató, ferðir ráðafólks á fundi bandalagsins o.s.frv. Þetta eru því rétt rúm 0,1% af landsframleiðslu.

Íslendingar hafa komist undan þessari kröfu um eyðslu í hernað vegna þess að þjóðin er fámenn og heldur ekki úti neinum her. Og þótt Íslendingar myndu koma sér upp her væri hann ekki mikil fyrirstaða.

Það er engin samykkt sem liggur fyrir því að krafan um aukin hernaðarútgjöld eigi ekki við um Ísland. Íslenskir ráðamenn telja að á bak við liggi svokallaður sameiginlegur skilningur.

Lúxemborg er næst minnsta Nató-landið. Þar búa 660 þúsund manns en um 390 þúsund á Íslandi. Eins og með Ísland, þá reikna Nató-löndin ekki með að Lúxemborgski herinn komi öðrum löndum til varnar. Þau horfa því í gegnum fingur sér þótt útgjöld til hermála í Lúxemborg séu minni en í ríkjum þar sem herinn er samfléttaður inn í efnahag og samfélag.

Fyrir tíu árum voru hernaðarútgjöld í Lúxemborg undir 0,3% af landsframleiðslu, þó um 11 milljarðar króna sé miðað við íslenska landsframleiðslu. Í ár ætla stjórnvöld í Lúxemborg að eyða um 0,72% af landsframleiðslunni í hernað, sem væri 27 milljarðar króna í íslenskum raunveruleika.

Lúxemborg er eitt þeirra landa sem hafa farið langt yfir kröfu Nató um að auka útgjöld til hernaðarmála um meira en 20% frá því sem var 2014. Það er önnur krafa Nató og henni er líka beint að Íslandi. Þess vegna hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir aukið útgjöld til hernaðar og Nató.

En ef, og þegar, krafan um að 2% landsframleiðslunnar beinist að Íslandi mun krafan verða um 85 milljarða króna, 80 milljörðum króna meira en varið er til hernaðar á Íslandi í dag. Í það minnsta að Ísland geri eins og Lúxemborg og eyði 27 milljörðum króna í hernað, 22,5 milljörðum króna meira en í dag.

Þetta graf úr skýrslu Nató sýnir aukin útgjöld til hermála í ríkjum Nató. Áætla er að þau verði yfir 62 þúsund milljarða króna í ár. Það skilur auðvitað engin sá upphæð, en þetta er 16,5 föld landsframleiðsla á Íslandi. Frá innrás Rússa í Krím 2015 hafa hernaðarútgjöld Nató aukist um rúmlega 19 þúsund milljarða króna. Hernaðarútgjöld Natóríkjanna eru um 10 þúsund milljörðum króna meiri í dag en við lok kalda stríðsins, að hluta vegna þess að aðildarlöndin eru nú fleiri.

Bandaríkjastjórn á stóran hlut af þessu og getur vegna stöðu dollarans í raun prentað peninga eftir þörfum, eða svo gott sem. Önnur lönd hafa aukið skatta en í flestum tilfellum að skorið niður framlög til annarra mála, svo sem velferðarmála, til að standast kröfur Nató um hernaðaruppbyggingu.

Myndin er frá Vilníus. Hringur er dreginn um forsætisráðherra fámennustu þjóðanna, Xavier Bettel frá Lúxemborg og Katrínu Jakobsdóttur frá Íslandi. Prósenturnar sýna hlutfall landsframleiðslu til hernaðar í þessum löndum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí