100 milljóna króna niðurskurður í matarinnkaupum leikskóla

Borgarmál 11. júl 2023

Meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í skóla- og frístundaráði felldi tillögu Sósíalistaflokks Íslands um að skólamatur skuli ávallt eldaður á staðnum. Í síðustu fjárhagsáætlun samþykkti meirihlutinn að skera niður um 100 milljónir króna til matarinnkaupa á leikskólum.

Í matarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var árið 2018, kemur fram að í skólum og félagsstarfi skuli matur vera nýttur til menntunar og börn taki þátt í henni. Fjárhagsáætlun sem samþykkt var í lok síðasta árs er hins vegar í ósamræmi við þær áætlanir. Meirihlutinn samþykkti í henni að skera niður fjárheimildir til matarinnkaupa um 100 milljónir króna. Þeirri hagræðingu skyldi ná fram með útboðum til lægstbjóðanda. Markmiðið með því er allir leikskólar hætti að elda mat á staðnum.

Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands í skóla- og frístundaráði, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði fram tillögu í vor um að Reykjavíkurborg framfylgi eigin matarstefnu og tryggi að allur matur sé eldaður á leikskólunum sjálfum. Í tillögunni er einnig tekið fram að börnum skuli boðið að taka þátt í undirbúningi, ræktun og matargerð þegar því verði við komið og eigi þannig hlut í matarmenningu skólans. Þetta væri í samræmi við matarstefnu borgarinnar, en fyrirhuguð útboð á mat til einkafyrirtækja vinna þvert gegn henni.

Tillagan var tekin fyrir 26. júní sl. í skóla- og frístundaráði. Meirihlutinn felldi tillöguna en fulltrúi Sósíalista var sá eini sem kaus með henni. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Fulltrúar meirihlutans samþykktu þannig að vinna gegn eigin matarstefnu sem sett var á laggirnar fyrir fimm árum. Allir flokkar í núverandi meirihluta samþykktu hana, að Framsóknarflokknum undanskyldum. Hann gekk til meirihlutasamstarfs með þeim á síðasta ári.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí