Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki hætta við launahækkanir borgarfulltrúa

Borgarmál 14. júl 2023

Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar hafnaði tillögu Sósíalistaflokks Íslands um að hætt yrði við launahækkanir borgarfulltrúa um næstu mánaðamót. Sjálfstæðisflokkurinn gat heldur ekki hugsað sér að styðja þá tillögu. Hann sat þar að auki hjá undir tillögu borgarstjóra um að draga úr launahækkunum, sem samþykkt var í gær.

Tillaga Sósíalista hafði áður verið lögð fram á fundi borgarstjórnar 20. júní sl. Samþykkt var að vísa henni til meðferðar borgarráðs, þar sem kæmi til greina að endurskoð fyrirhugaðar launahækkanir. Svo fór að borgarstjóri og meirihlutinn gáfu undan, drógu úr launahækkunum. Í stað þess að hækka þau um 7,88% skyldu þau hækkuð um 2,5%. Ekki reyndist hins vegar vilji hjá meirihlutanum né Sjálfstæðisflokknum til þess að stöðva hækkanirnar alfarið. Sjálfstæðisflokkurinn sat einnig hjá undir tillögu borgarstjóra. Því má ætla að Sjálfstæðisflokknum finnist skynsamasta lausnin að hækka launin enn frekar en lagt var til á fundi gærdagsins.

Í tillögu Sósíalista var lagt til að launum borgarfulltrúa yrði aflýst á þessu ári. Í ljósi hárrar verðbólgu og óvissu í efnahagslífinu ætti borgarstjórn að leiða með góðu fordæmi og hafna hækkunum ofan á laun sem séu gríðarlega há. Borgarfulltrúar þurfi ekki þessar hækkanir og ljóst sé að núverandi launastefna hafi ekki vakið neina sátt í samfélaginu. Mörgum íbúum finnist laun borgarfulltrúa alltof há, og það að launin hækki tvisvar á ári ofan á það sé óverjandi.

Jafnframt var lagt til að farið yrði í endurskoðun á launauppbyggingu kjörinna fulltrúa í Reykjavík og skoða nýtt fyrirkomulag. Settar yrðu fram tillögu að samfélagssátt um laun borgarfulltrúa, í samvinnu með heildarsamöktum launafólks og verkalýðsfélaga. Þetta væri gert með það í huga að auka traust íbúa til borgarstjórnar og spara fé í stjórnkerfinu. Vinnan fæli einnig í sér að viðmið væru sett um hvað teljist eðlilegt launabil á milli hæstu og lægstu launa í Reykjavík.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí