Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum brandari ef ójöfnuður er ekki ræddur samkvæmt Lula

Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hélt ræðu á nýlegri samkomu þjóðarleiðtoga í París þar sem reynt var að ná samþykktum um fjárhagslegar hliðar loftslagsbreytinga. Eins og áður hefur verið greint frá hér, þá var þessi samkoma nokkurskonar upphitun fyrir aðalfundinn, COP23, sem verður síðar á árinu í Bonn í Þýskalandi.

Eins og Lula sagði sjálfur í ræðunni, þá er það „ekki mögulegt að halda svona fund, með leiðtogum svo margra mikilvæga landa, án þess að minnast einu orði á ójöfnuð. Ójöfnuð með tilliti til launa, kyns, kynþátta, menntunnar, og heilbrigðis“.

Lula hélt áfram: „Ójöfnuður í heiminum er einungis að aukast, og við þurfum að líta á það vandamál af sama alvarleika og loftslagsmálin, af því að við munum annars alltaf vera á plánetu þar sem að fólk heldur áfram að deyja úr hungri í fjölda landa heimsins.

Lula gagnrýndi ríku lönd vestursins harkalaga í ræðu sinni, sérstaklega þegar kemur að meðferð þeirra á Afríkulöndum. Hann tók fyrir IFAD, alþjóðasjóð um uppbyggingu landbúnaðar (International Fund for Agricultural Development), sem gæti verið notaður til að raunverulega byggja upp mikilvæg verkefni í löndum eins og Lýðveldinu Kongó, sem hann tók sem dæmi, en er þó ekki gert vegna áhersla og skilyrða vestursins.

Lula sagði svo að Bretton Woods stofnanirnar, sem stofnaðar voru eftir Seinni heimsstyrjöld til að koma skipulagi á fjármál heimsins, virkuðu ekki lengur þar sem að þær taka ekkert tillit til þarfar heimsbyggðarinnar. Hann gagnrýndi einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn harðlega, og tók sem dæmi 44 milljarða dollara lán til fyrrum forseta Argentínu sem enginn veit hvert fór.

Að lokum sagði Lula: „Ef við breytum ekki þessum stofnunum, munu allar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum vera brandari. Hvers vegna? Hver er að fara að standa við þá samninga sem við komumst að á þessum samkomum? Eiga þjóðríkin að gera það? Verum bara hreinskilin: hvers stóð við Kyoto samninginn? Hver hefur staðið við samningana sem gerðir voru á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, eða við Parísar sáttmálann? Enginn, vegna þess að það er ekkert alþjóðlegt eftirlit sem sem er nægilega sterkt til að þess að fá löndin til að standa við samningana.“

Lula kallaði einnig eftir því að BRICS löndin (Brasilía, Rússland, Indland, Kína) hætti að nota bandaríska dollarann í viðskiptum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí