Árni segir ekkert nema grægði liggja að baki þessu skilti: „Er frekjunni engin takmörk sett?“

Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður og fjallaleiðsögumaður, telur að skiltið sem sjá má hér fyrir ofan sýna frekjuna og græðgina sem ríkir sumstaðar í ferðaþjónustunni á Íslandi í dag. Árni deilir myndinni af skiltinu innan Facebook-hópsins Hið raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar og segir það til skammar.

„Ég rakst á þetta furðulega skilti hjá Kverkinni skammt frá Seljalandsfossi. (þar sem áður var ekið af þjóðvegi 1. Peningaplokkararnir hjá fossinum hafa séð ofsjónum yfir því að einhverjir hafi lagt þarna gjaldfrítt og gengið inn að fossi,“ útskýrir Árni.

Hann segir ekki hægt að banna fólki að leggja við sklltið. „Þeir hafa splæst í þetta skilti sem á sér ekki nokkra lagastoð. Svona álíka og að banna fólki að leggja í gjaldfrí stæði fyrir utan miðbæinn ef það á erindi þangað.  Er frekjunni engin takmörk sett?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí