Bannað að hætta á McDonald’s?

Tilmæli McDonald’s veitingastaðar í Bandaríkjunum hafa vakið töluverða athygli. Starfsmaður deilir mynd af vegg á veitingastaðnum þar sem á stendur „Við metum þig, þinn vöxt og þitt framlag. ÞETTA ER „NO-QUIT“ VEITINGARSTAÐUR. Þar sem okkur líður eins og flestum erfiðleikum sé hægt að greiða úr, er það stefna okkar á þessum veitingarstað að starfsmaður má ekki hætta fyrr en hún eða hann er búinn að tala við yfirmenn.“

Samfélagsmiðlarnir hafa logað út frá þessari færslu og margir starfsmenn McDonald’s segja frá upplifunum sínum við að reyna að hætta á McDonald’s. Einn reyndi að segja upp með tveggja vikna fyrirvara en segir að honum hafi verið boðin launahækkun. Launahækkun sem hafði þegar verið áætluð fyrir allt starfsfólk. Viðskiptablaðið náði að spyrja McDonald’s út í þessa starfsmanna stefnu og fengu þau svör að 95% allra McDonalds’s veitingastaða í Bandaríkjunum séu reknir af sjálfstæðum eigendum fyrir McDonald’s og geti keðan því ekki ákveðið reglur fyrir hvern og einn stað.

Uppsögnin mikla

Í Bandaríkjunum er að eiga sér stað þróun þar sem lágtekjufólk neitar að vinna, fræðifólk hefur komið með hugtak um þetta fyrirbrigði og kallar það Stóru uppsögnina (e. The Great Resignation). Fólk neitar að vinna við hræðilegar aðstæður og fyrir lág laun. Hafa skal í huga að starfsfólk skyndibitastaða í Bandaríkjunum vinnur á, eða mjög nálægt lágmarkslaunum. Lágmarkslaun Bandaríkjanna eru 7.25$ (968 kr) á tímann. Fylki Bandaríkjanna eru gjarnan með sín eigin lágmarkslaun, miðgildi launa á skyndibitastöðum í Mississippi er 8.69$ (1.161 kr) á tímann en 12.70$ (1.696) á tímann í Washington.

Fá ekki heilbrigðistryggingar

Þrátt fyrir þessi grátlegu laun tryggja flestar skyndibitakeðjur í Bandaríkjunum starfskröftum sínum ekki heilbrigðistryggingar. Samkvæmt greiningu Economic Policy Institute vinna yfir 10 milljón manns í skyndibitaiðnaðinum (8-10% af öllum störfum í einkageiranum í Bandaríkjunum). Aðeins 14% þeirra fá heilbrigðistryggingar. Aðeins um 8% starfsfólks í iðnaðnum safna í lífeyrissjóð í gegnum vinnuna sína en það er fimm sinnum lægra hlutfall en almennt í Bandaríkjunum. Það kemur því kannski ekki mikið á óvart að starfsfólk skyndibitakeðjanna hafi verið í hálfgerðri uppreisn.

Greining Economic Policy Institute leiddi í ljós að þeim starfsmönnum sem eru í verkalýðsfélagi farnar mun betur, fá betri réttindi og töluvert hærri laun. Hlutfall starfsfólks í skyndibitaiðnaðinum sem er í verkalýðsfélagi er 1.7%. Það er mun lægra en gengur og gerist í Bandaríkjunum þó almenna hlutfallið sé einungis 10.3%. Til samanburðar er hlutfall starfsfólks í verkalýðs- eða stéttarfélagi á Íslandi 91.8%. Ætli það sé ekki rétt ályktað hjá Íslendingum að verkalýðsfélög séu gríðarlega mikilvæg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí