Boðar nýjan flokk klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds

„Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að standa undir þessu hlutverki sínu er óhjákvæmilegt að til verði nýr flokkur hægra megin við miðju, sem mun taka upp þann kyndil klassísks frjálslyndis og hófstillts íhalds, sem Sjálfstæðisflokkur nútímans virðist vera að leggja frá sér. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á að slíkur klofningur verði?“ skrifar Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á vefsíðu sína.

Arnar Þór segir frá fundi Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál sem haldinn var í gær. Hann segir að þar hafi verið einhugur um það að forða verði Sjálfstæðisflokknum frá skipbroti. Segir fundarmenn hafa verið sammála um að koma verði flokknum út úr þeirri hafvillu sem hann hefur ratað í og afstýra því að hann verði í stöðugri tilvistarkreppu og þreytandi eftirsókn eftir stundarvinsældum.

„Sjálfstæðisflokkurinn þarf að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar: Hér þarf aukið aðhald í ríkisfjármálum. Koma þarf stjórn á innflytjendamálin áður en þau sliga hér innviði, þ.m.t. heilbrigðiskerfi, menntakerfi, húsnæðismál og löggæslu. Standa ber vörð um okkar kristna menningararf og íslenska tungu, efla trú þjóðarinnar á getu okkar til að stjórna okkur sjálf og taka ábyrgð á eigin framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn verður að sýna aukið mótvægi við vinstri stefnuna sem verið hefur hér allsráðandi síðustu ár og sýna þar með að flokkurinn þjóni kjósendum sínum og hafi tilgang, annan en að skaffa þingmönnum vinnu og reka flokksskrifstofu. Flokkurinn þarf að hætta að sýna hér þjónkun við háværan minnihluta og standa vörð um sína góðu grunnstefnu. Hinn þögli meirihluti þarf að finna kjark til að tjá sig,“ skrifar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Tilefni fundarins var stuðningur þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem Arnar Þór telur að muni hrekja dyggustu stuðningsmenn flokksins frá. Flokkurinn sé endanlega að missa sérstöðu sína sem kjölfestuflokkur íslenskra stjórnmála og yrði einn af mörgum smáflokkum.

„Með því að taka upp stefnumál Samfylkingar / Viðreisnar / annarra vinstri flokka um ólýðræðislega lagasetningu, miðstýrt og fjarlægt vald, aukin áhrif erlendra eftirlitsstofnana, vald án ábyrgðar o.s.frv. þá eykur Sjálfstæðisflokkurinn ekki fylgi sitt heldur minnkar það. Enginn þarf að ímynda sér að vinstri menn muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sama hversu „woke“ þingflokkur hans þykist ætla að vera eða hversu langt til vinstri flokkurinn vill seilast sem ,,breiðfylking““ skrifar Arnar Þór.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí