Brandari að fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga útskýri Lindarhvolsmálið á RÚV

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, segir galið að RÚV hafi fengið fyrrverandi aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, til að fjalla um Lindarhvolsmálið í kvöldfréttum í gær. Sigurjón vísar til þess að Benedikt Sigurðsson, nú fréttamaður á RÚV, starfaði lengi sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga.

Sigurjón efast stórlega um hlutleysi hans og segir það brandara að maður með þennan feril hafi fengið það hlutverk að útskýra Lindarhvolsmálið fyrir landsmönnum. „Hvar í heiminum gæti þetta gerst? RÚV tekur Lindarhvolsmálið greinilega mjög föstum tökum eða þannig. Fyrrum aðstoðarmaður Sigurðar Inga formanns Framsóknar, Benedikt Sigurðsson „fréttamaður“, var fenginn til þess að skýra málið út, fyrir almenningi á RÚV, en Sigurður Ingi vildi halda skýrslunni leyndri. Hvaða brandari er það – hvar gæti það gerst annars staðar í heiminum? Eðlilega hafði Benedikt mestar áhyggjur af afdrifum setts ríkisendurskoðenda en ekki spillingunni á Íslandi,“ segir Sigurjón á Facebook.

Sigurjón virðist ekki einn á þessu máli. Hjörtur Hjartarson, stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu, veltir einnig fyrir sér fréttamati RÚV. Hann skrifar: „Í sjöfréttum RÚV þótti áhugaverðasti punkturinn við greinargerðina um Lindarhvol ályktun fréttamanna sjálfra um að nú myndi stjórnarandstaðan „gera sér mat úr þessu.“ – Orðalagið hefði getað verið frá fjármálaráðherra sjálfum, Bjarna Benediktssyni. Það er hlutverk og skylda stjórnarandstöðunnar að krefjast þess að farið verði ofan í saumana á þessari skýrslu. Reyndar hlutverk og skylda hvers einasta þingmanns, þótt þeir rísi ekki allir undir henni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí