Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, flutti ræðu gegn aðgerðum Ísraela í Jenin. Tilefnið var að frumvarp var lagt fyrir breska þingið sem hefði bannað að sniðganga ísraelskar vörur. Corbyn hélt kröftuga ræðu, sem sjá má hér að neðan, þar sem hann benti á tvískinnung Vesturlanda, og ræddi hliðstæðuna við andstöðuna gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á 9.áratugnum.
Corbyn, eins og frægt er, var sakaður um gyðingaandúð fyrir síðustu kosningar í Bretlandi – eitthvað sem má segja að hafi orðið honum að falli. Þrátt fyrir að gagnrýnendur hans hafi ekki getað reitt fram neinar raunverulegar sannanir fyrir neins konar andúð á gyðingum hjá honum. Þessi ræða kemur stuttu eftir að Glastonbury hátíðin bannaði sýningu á heimildarmynd um nákvæmlega þessa árás gegn honum.
Frumvarpið var lagt fram af Michael Gove, innanríkisráðherra Bretlands, og kveður á um að sekt yrði lögð þá sem geri tilraun til að sniðganga ísraelskar vörur.
133 Palestínumenn hafa látist á þessu ári vegna árása Ísraela. Þessa hernaðaraðgerð í Jenin kallar ísraelski herinn „Operation Home and Garden“. En eins og t.d. Noam Chomsky hefur ítrekað bent á þá líkja Ísraelsmenn slíkar aðgerðir við það að slá garðinn sinn – „mowing the lawn“ með öðrum orðum.