Corbyn með þrumuræðu gegn Ísrael – „það sem fólk um allan heim vill er réttlæti“

Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, flutti ræðu gegn aðgerðum Ísraela í Jenin. Tilefnið var að frumvarp var lagt fyrir breska þingið sem hefði bannað að sniðganga ísraelskar vörur. Corbyn hélt kröftuga ræðu, sem sjá má hér að neðan, þar sem hann benti á tvískinnung Vesturlanda, og ræddi hliðstæðuna við andstöðuna gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á 9.áratugnum.

Corbyn, eins og frægt er, var sakaður um gyðingaandúð fyrir síðustu kosningar í Bretlandi – eitthvað sem má segja að hafi orðið honum að falli. Þrátt fyrir að gagnrýnendur hans hafi ekki getað reitt fram neinar raunverulegar sannanir fyrir neins konar andúð á gyðingum hjá honum. Þessi ræða kemur stuttu eftir að Glastonbury hátíðin bannaði sýningu á heimildarmynd um nákvæmlega þessa árás gegn honum.

Frumvarpið var lagt fram af Michael Gove, innanríkisráðherra Bretlands, og kveður á um að sekt yrði lögð þá sem geri tilraun til að sniðganga ísraelskar vörur.

133 Palestínumenn hafa látist á þessu ári vegna árása Ísraela. Þessa hernaðaraðgerð í Jenin kallar ísraelski herinn „Operation Home and Garden“. En eins og t.d. Noam Chomsky hefur ítrekað bent á þá líkja Ísraelsmenn slíkar aðgerðir við það að slá garðinn sinn – „mowing the lawn“ með öðrum orðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí