Dýrasta vatn í Evrópu á Íslandi

Samkvæmt lífskjaravefnum Numbeo er hvergi dýrara að kaupa vatn á flösku en á Íslandi. Íslenska vatnið er meira að segja 47% dýrara en í Sviss, þar sem allt er hryllilega dýrt.

Við bárum saman verð á 1,5 lítra vatnsflösku í stærstu höfuðborgum eða stærstu löndum Evrópulandanna. Niðurstaðan er að Reykjavík tjónir á toppnum. Þar kostar flaskan 295 kr. Í Osló er flaskan bara 5 kr. ódýrari. En svo verður munurinn meiri. Flaskan er 63 kr. ódýrari í Helsinki, 95 kr. ódýrari í Kaupmannahöfn og 110 kr. ódýrari í Stokkhólmi. Íslenska vatnið er 60% dýrari en í Svíþjóð.

Fyrir þessu eru engin sýnileg rök. Nema auðvitað okur. Sem er byggt á fákeppni þar sem samkeppnisaðilar stunda enga samkeppni heldur sætta sig við sinn hlut af markaði þar sem neytendur eru blóðmjólkaðir.

Hér má sjá kort af verðlagningu vatns í Evrópu:

Hér má sjá hversu afgerandi Reykjavík og Osló sker sig frá öðum borgum:

Verðið má síðan sjá í þessari töflu. Aftast sést hversu mikið hærra verðið í Reykjavík er:

LandBorgVerð á 1,5 lítra
vatnflösku
Reykjavík
dýrara
ÍslandReykjavík295 kr.0%
NoregurOsló290 kr.2%
FinnlandHelsinki232 kr.27%
ÍrlandDublin219 kr.35%
SvissZürich201 kr.47%
DanmörkKaupmannahöfn199 kr.48%
EnglandLondon191 kr.54%
SvíþjóðStokkhólmur185 kr.60%
MaltaValletta182 kr.62%
SkotlandEdinborg180 kr.63%
BelgíaBrussel155 kr.90%
KróatíaZagreb152 kr.94%
KýpurNicosia132 kr.124%
EistlandTallinn126 kr.135%
FrakklandParís123 kr.139%
TékklandPrag111 kr.165%
SpánnMadrid111 kr.165%
GrikklandAþena110 kr.168%
LitháenVilnius109 kr.170%
HollandAmsterdam109 kr.171%
SlóvakíaBratislava107 kr.174%
LettlandRiga107 kr.176%
SlóveníaLjubljana106 kr.178%
PortúgalLissabon102 kr.189%
RúmeníaBúkarest101 kr.191%
ÞýskalandBerlín99 kr.199%
MoldóvaChișinău96 kr.208%
SvartfjallalandPodgorica94 kr.212%
BelarúsMinsk92 kr.222%
LúxemborgLúxemborg89 kr.231%
AlbaníaTirana88 kr.233%
BúlgaríaSofia88 kr.235%
GeorgíaTbilisi88 kr.236%
PóllandVarsjá84 kr.251%
AusturríkiVín83 kr.257%
SerbíaBelgrade82 kr.257%
Bosnía og HersegóvínaSarajevo81 kr.265%
RússlandMoskva77 kr.285%
ÍtalíaRóm70 kr.320%
ÚkraínaKyiv70 kr.323%
Norður-MakedóníaSkopje69 kr.330%
UngverjalandBudapest67 kr.342%
KósóvóPristina65 kr.356%
TyrklandIstanbúl42 kr.597%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí