Samkvæmt lífskjaravefnum Numbeo er hvergi dýrara að kaupa vatn á flösku en á Íslandi. Íslenska vatnið er meira að segja 47% dýrara en í Sviss, þar sem allt er hryllilega dýrt.
Við bárum saman verð á 1,5 lítra vatnsflösku í stærstu höfuðborgum eða stærstu löndum Evrópulandanna. Niðurstaðan er að Reykjavík tjónir á toppnum. Þar kostar flaskan 295 kr. Í Osló er flaskan bara 5 kr. ódýrari. En svo verður munurinn meiri. Flaskan er 63 kr. ódýrari í Helsinki, 95 kr. ódýrari í Kaupmannahöfn og 110 kr. ódýrari í Stokkhólmi. Íslenska vatnið er 60% dýrari en í Svíþjóð.
Fyrir þessu eru engin sýnileg rök. Nema auðvitað okur. Sem er byggt á fákeppni þar sem samkeppnisaðilar stunda enga samkeppni heldur sætta sig við sinn hlut af markaði þar sem neytendur eru blóðmjólkaðir.
Hér má sjá kort af verðlagningu vatns í Evrópu:
Hér má sjá hversu afgerandi Reykjavík og Osló sker sig frá öðum borgum:
Verðið má síðan sjá í þessari töflu. Aftast sést hversu mikið hærra verðið í Reykjavík er:
Land | Borg | Verð á 1,5 lítra vatnflösku | Reykjavík dýrara |
---|---|---|---|
Ísland | Reykjavík | 295 kr. | 0% |
Noregur | Osló | 290 kr. | 2% |
Finnland | Helsinki | 232 kr. | 27% |
Írland | Dublin | 219 kr. | 35% |
Sviss | Zürich | 201 kr. | 47% |
Danmörk | Kaupmannahöfn | 199 kr. | 48% |
England | London | 191 kr. | 54% |
Svíþjóð | Stokkhólmur | 185 kr. | 60% |
Malta | Valletta | 182 kr. | 62% |
Skotland | Edinborg | 180 kr. | 63% |
Belgía | Brussel | 155 kr. | 90% |
Króatía | Zagreb | 152 kr. | 94% |
Kýpur | Nicosia | 132 kr. | 124% |
Eistland | Tallinn | 126 kr. | 135% |
Frakkland | París | 123 kr. | 139% |
Tékkland | Prag | 111 kr. | 165% |
Spánn | Madrid | 111 kr. | 165% |
Grikkland | Aþena | 110 kr. | 168% |
Litháen | Vilnius | 109 kr. | 170% |
Holland | Amsterdam | 109 kr. | 171% |
Slóvakía | Bratislava | 107 kr. | 174% |
Lettland | Riga | 107 kr. | 176% |
Slóvenía | Ljubljana | 106 kr. | 178% |
Portúgal | Lissabon | 102 kr. | 189% |
Rúmenía | Búkarest | 101 kr. | 191% |
Þýskaland | Berlín | 99 kr. | 199% |
Moldóva | Chișinău | 96 kr. | 208% |
Svartfjallaland | Podgorica | 94 kr. | 212% |
Belarús | Minsk | 92 kr. | 222% |
Lúxemborg | Lúxemborg | 89 kr. | 231% |
Albanía | Tirana | 88 kr. | 233% |
Búlgaría | Sofia | 88 kr. | 235% |
Georgía | Tbilisi | 88 kr. | 236% |
Pólland | Varsjá | 84 kr. | 251% |
Austurríki | Vín | 83 kr. | 257% |
Serbía | Belgrade | 82 kr. | 257% |
Bosnía og Hersegóvína | Sarajevo | 81 kr. | 265% |
Rússland | Moskva | 77 kr. | 285% |
Ítalía | Róm | 70 kr. | 320% |
Úkraína | Kyiv | 70 kr. | 323% |
Norður-Makedónía | Skopje | 69 kr. | 330% |
Ungverjaland | Budapest | 67 kr. | 342% |
Kósóvó | Pristina | 65 kr. | 356% |
Tyrkland | Istanbúl | 42 kr. | 597% |