Kaupfélag Skagafjarðar er eitt fátt fyrirtækja sem enn starfa og sem eiga rætur í ayvinnuuppbyggingu samvinnufélaga á síðustu öld. Flest kaupfélögin eru horfin ásamt samvinnufélögunum sem þau byggðu upp. Sama á við sparisjóðina sem voru samfélagslega rekin fyrirtæki. Bæjarútgerðirnar eru líka horfnar og flest önnur fyritæki í samfélagslegri eigu.
Um og upp úr miðri síðustu öld var meira en helmingur allra atvinnufyrirtækja í eigu samfélagana sjálfra. Ein umfangsmesta samfélagsbylting síðustu ára fólst í því að þessi fyrirtæki voru einkavædd með einum og öðrum hætti. Þegar fólk um miðja síðustu öld talaði um blandað hagkerfi átti það við að hið opinbera sæi um opinbera þjónustu og uppbyggingu innviða en atvinnutækin væri ýmist í eigu einkafyrirtækja, ríkisfyrirtækja, samvinnufélaga, fyrirtækja í eigu sveitarfélaga eða almannasamtaka. Í dag er staðan sú að svo til öll atvinnutæki eru í eigu einkafyrirtækja og stór hluti opinberrar þjónustu auk þess sem einafyrirtæki sjá að mestu um uppbyggingu allra innviða.
Kaupfélag Skagfirðinga er að því leyti eins og minjar frá horfnum tíma. Það má deila um hvernig fyrirtækinu er stjórnað en í gegnum það hafa Skagfirðingar tök á eigin atvinnutækjum. Kvótinn verður ekki fluttur úr Slagafirði, verslunum og þjónustu ekki lokað, arðurinn ekki fluttur til aflanda.
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga er nú um 51,5 milljarðar króna samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Í Skagafirði búa um 4.306 manns. Ef við deilum eigin fé Kaupfélagsins á íbúanna þá jafngildir það rétt tæpum 12 m.kr. á mann eða um 48 m.kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Virði Kaupfélagsins fyrir Skagfirðinga er svipað og ef í Reykjavík væri fyrirtæki í samfélagslegri eigu með eigið fé upp á 1.673 milljarða króna. Slíkt fyrirtæki er ekki til á landinu. Það væri með sjöfalt eigið fé á við Orkuveituna, sem er samfélagslegt fyrirtæki að stærstu leyti í eigu Reykvíkinga.
Mörg byggðarlög um landið misstu frá sér kaupfélög, samvinnufélög, bæjarútgerðir, sparisjóði og önnur mikilvægt fyrirtæki í samfélagslegri eign í því sem kalla má byltingu nýfrjálshyggjunnar. Og standa veikar í dag en á síðustu öld. Skagfirðingar urðu ekki fyrir þessu áfalli. Kaupfélagið er í samfélaslegri eigu þótt það sé ekki svo að almenningur í Skagafirði hafi mikið um stjórn þess að segja.