Einkaaðilar ráða ekki við að tæma ruslið: „Útvistun er bæði dýrari, flóknari og óskilvirkari“

Sósíalistar í Reykjavík hafa lagt fram tillögu um að borgin hætti að útvista sorphirðu við grenndargáma. Undanfarið hefur rusl safnast saman við gámana og svo virðist sem einkafyrirtækinu Terra sé um megn að tæma ruslið svo sómi sé af. Sósíalistar segja að það sé engin ástæða til að útvista þessu, Reykjavíkurborg hafi nú þegar sorphirðubíla sem hirða heimilissorp og ætti að vera talsvert einfaldara og ódýrara að láta starfsmenn borgarinnar sjá um að tæma grenndargáma.

Í greinargerð fyrir tilöguna er þetta nánar útfært. „Reykjavíkurborg sér um að hirða heimilissorp hjá íbúum. Til þess er hún með sorphirðubíla og starfsfólk sem er beinráðið. SORPA heldur hins vegar utan um hirðu á grenndargámum innan höfuðborgarsvæðisins, en borgin getur ákveðið að tæming á grenndargámum innan sinni marka verði ekki útvistað til einkafyrirtækis. Hún getur, líkt og með heimilissorpið, sinnt slíkum verkum sjálf,“ segir í greinagerð tillögunar.

Þar segir ennfremur að í raun hafi útvistun engan kost fram yfir að borgin sjái sjálf um þetta. „Það er í verkahring Reykjavíkur að sinna grunnþjónustunni. Með því að útvista ábyrgðinni annað er hún að draga úr lýðræðislegu aðhaldi og flækja stjórnsýsluna til muna. Útvistun er bæði dýrari, flóknari og óskilvirkari til lengri tíma litið. Með samþykkt tillögunnar verður dregið úr milliliðum í kerfinu og jafnframt skýrt hvaða aðili það er sem ber ábyrgð á sorphirðu, þ.e. Reykjavíkurborg. Á meðan verkefnum er útvistað er tilhneigingin sú að hún afsali sér þeirri ábyrgð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí