Ekkert sjarmerandi fyrir ferðamenn að sjá hvergi íslensku á Íslandi

Þórður Sverris­son, ráðgjafi hjá Strata­gem, segir í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag að enskuvæðing íslensks samfélags sé ekki einungis heimskuleg út frá menningarlegu sjónarmiði heldur einnig út frá markaðsetningu. Hann segir það einfaldlega hlut af upplifun ferðamanns að heyra tungumál áfangstaðarins. Það sé hluti af sjarmanum að vera ferðamaður að heyra ít­ölsku á ít­alskri Tratt­oriu eða dönsku á dönsk­um smur­brauðsstað.

Hér fyrir neðan má lesa pistil hans í heild sinni.

Í takti við vax­andi fjölda er­lendra ferðamanna til Íslands und­an­far­in ár hef­ur umræða auk­ist um vægi ensk­unn­ar, hvort sem hún snýr að tungu­málak­unn­áttu þeirra sem þjóna ferðafólki, eða merk­ing­um (skilt­um) fyr­ir­tækja sem bjóða ferðafólki þjón­ustu af ein­hverju tagi. Marg­ir hafa áhyggj­ur af ís­lensk­unni í þessu sam­bandi, ótt­ast hnign­un henn­ar og að ensk tunga hafi áhrif á næmni land­ans fyr­ir fjöl­breyti­leika ís­lensk­unn­ar og tungu­málið láti und­an síga. Þetta eru full­kom­lega eðli­leg­ar áhyggj­ur, en það sem ekki hef­ur verið mikið rætt er hversu röng þessi þróun er út frá markaðslegu sjón­ar­miði.

Tveir þeirra lyk­ilþátta sem skapa upp­lif­un ferðafólks (viðskipta­vina) eru ásýnd, um­gjörð og yf­ir­bragð þess staðar sem heim­sótt­ur er, og sú per­sónu­lega þjón­usta sem ferðalang­ur fær. Grund­vall­ar­atriði til að skapa ánægju­lega upp­lif­un viðskipta­vina. Skoðum þetta nán­ar.

Flest­ir vita að enska er það tungu­mál sem fólk gríp­ur til ef það er statt utan síns heima­lands eða á málsvæði sem er því fram­andi. Stærst­ur hluti ferðamanna á er­lendri grundu reiðir sig á að geta notað ensku til að panta sér mat eða spyrja til veg­ar. Ensk­an er hið alþjóðlega tungu­mál sam­skipta þó að vissu­lega sé ólíkt hversu þjál sú tunga er þjóðum.

En það sem skipt­ir mestu máli hér út frá markaðshugs­un er að það á að vera val ferðamanns­ins hvort hann vilji tjá sig á ensk­unni (eða ann­arri tungu ef því er að skipta) eða reyna við það tungu­mál sem rík­ir í því landi sem hann er stadd­ur í. Hluti upp­lif­un­ar við ferðir á fram­andi slóðir er að fá tæki­færi til að „þreifa“ sem mest á menn­ingu og mann­lífi þess lands sem viðkom­andi er stadd­ur í. Að heyra ít­ölsku á ít­alskri Tratt­oriu eða dönsku á dönsk­um smur­brauðsstað er hluti þess sjarma að vera ferðamaður og fá aðra upp­lif­un en í eig­in heima­byggð. Leiða má lík­ur að því að þeir ferðalang­ar sem heim­sækja Ísland líti á það sem hluta af ánægju­legri ís­lenskri upp­lif­un að sjá merk­ing­ar á þessu „sér­kenni­lega“ máli og heyra mælt á ís­lensku, þó ekki sé nema með ein­faldri kveðju þegar tekið er á móti fólki. Þó því sé síðan fylgt eft­ir með ensk­unni.

Nú er það staðreynd að ís­lensk ferðaþjón­usta er að stór­um hluta mönnuð starfs­fólki sem ekki hef­ur ís­lensku að móður­máli. Það breyt­ir því ekki að það á að vera metnaður þeirra sem reka ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in að þjón­ustu­fólk kunni ein­föld­ustu hug­tök­in í sam­skipt­um, ekki síst fyr­ir þá út­lend­inga sem vilja heyra tungu­málið og spreyta sig á að biðja um reikn­ing­inn á ís­lensku. Hluti af upp­lif­un­inni, og því markaðslega skyn­sam­legt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí