ESB sektar genafyrirtækið Illumina um rúma 63 þúsund milljarða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað genagreiningarfyrirtækið Illumina um 63.460 m.kr. fyrir brot á samkeppnisreglum. Illumina sinnti ekki kröfu ESB um að bíða niðurstöðu sambandsins áður en það léti verða að yfirtöku á Grail, fyrirtækis sem ætlar sér að búa til tæki til að greina krabbamein í einkennislausu fólki.

Þessi sekt slær fyrri met. Sektin er 10% af tekjum Illumina. Eldra met var þegar fjarskiptafyrirtækið Altice var sektað um 1% af tekjum sínum, sem þá nam rúmlega 18 þúsund milljörðum króna. Metið nú þykir merki um að sektir á fyrirtæki vegna brota á reglum séu að hækka, að eftirlitsaðilar ætli sér að berja fyrirtæki til hlýðni. Með því að beita hámarkssekt sé ESB að fæla önnur fyrirtæki frá að hunsa afstöðu þess.

Illumina hefur áfrýjað þessum úrskurði, segir hann óhóflegan og standast ekki lög.

Þetta mál varð til þess að Francis deSouza, forstjóri Illumina, sagði af sér í vor. Það gerðist eftir að Carl Icahn, fjárfestir sem oft hefur farið gegn stjórnum fyrirtækja, krafðist aðgerða og að stjórnendur öxluðu ábyrgð á málinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí