Faðir Bjarna sagður hið sanna fórnarlamb Íslandsbankahneykslisins

Samkvæmt Viðskiptablaðinu þá var það ekki almenningur sem beið mestan skaða af Íslandsbankahneykslinu, heldur Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í ritstjórnarpistli blaðsins er því haldið fram fullum fetum að Benedikt hljóti að sækja rétt sinn gagnvart bankanum.

Í þessum sama ritstjórnarpistli er því haldið fram að lögbrot Íslandsbanka hafi ekki verið alvarlegt. „Þeir sem tóku þátt í útboðinu og fengu rangar upplýsingar um skilmála útboðsins eru fórnarlömbin í málinu. Málið eitt og sér hefur haft afar neikvæð áhrif á gengi bankans en gengið lækkað töluvert í kjölfar birtingu samkomulagsins. Kaupendunum í útboðinu sem versluðu við Íslandsbanka var fyrst ljóst á mánudag hvernig málum var háttað við sölu hlutanna í Íslandsbanka. Sölugengið í útboðinu var 117 en stendur nú í 112,5,“ segir í pistli Viðskiptablaðsins.

Líkt og hefur oft komið fram þá var faðir Bjarna Benediktson meðal kaupenda. Það hefur frá upphafi þótt vafasamt, en ekki í huga ritstjóra Viðskiptablaðsins. „Sú staðreynd að faðir fjármálaráðherra tók þátt í útboðinu gerði málið að því máli sem það er. Margt kom fram í framhaldinu, svo sem eins og lausungin við framkvæmd útboðsins hjá Íslandsbanka sjálfum. Nú má velta fyrir sér hvort þeir sem tóku þátt í útboðinu eiga einhvern bótarétt á hendur bankanum vegna þess hvernig staðið var að sölunni. Bankinn hefur viðurkennt lögbrot og því hlýtur Benedikt Sveinsson og aðrir þeir sem tóku þátt að velta fyrir sér að reyna að sækja rétt sinn gagnvart bankanum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí