Bretland sendir flóttafólk til Rúanda

Ríkisstjórn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur komið í gegnum þingið nýrri og harðari lagasetningu gegn flóttafólki og hælisleitendum. Gerir lagasetningin þarlendum yfirvöldum m.a. kleift að senda fólkið í flóttamannabúðir í Rúanda.

Stórt fangaskip, með plássi fyrir um 500 manns, er komið er einnig komið við höfnina í Dorset á Englandi, en þar verður fólk geymt í stað þess að vista það á landi.

Þetta er í kjölfar þess að efri deild breska þingsins (House of Lords) kaus með lagasetningu Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sem gerir Bretlandi auðveldara fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur aftur til síns heima eða til þriðja lands eins og Rúanda.

Mannúðar- og hjálparsamtök hafa lýst því þannig að um „dökkan dag“ sé að ræða.

Lagasetningin er liður í áætlun Rishi Sunak um að draga úr þeim fjölda sem gerir tilraun til að komast yfir Ermasundið til Englands. Fólk sem kemur með „ólögmætum“ hætti verður gert ókleift að biðja um hæli. Þess í stað verður það geymt á skipinu, sem hefur verið gefið nafnið Bibby Stockholm.

Enver Solomon, framkvæmdastjóri flóttamannaráðs Bretlands (Refugee Council) gagnrýnir lagasetninguna harðlega, og segir að hún muni leiða til mannlegrar eymdar ásamt því að kosta skattgreiðendur umtalsverðar fjárhæðir. Samkvæmt ítarlegri rannsókn þeirra, þá muni um 200.000 menn, konur og börn, verða skilin eftir í limbói, allslaus, af þessum sökum, einungis á næstu þremur árum.

Downing stræti hefur réttlætt notkun fangaskipsins með sparnaðinum sem í því felst. Hinsvegar, þá hafa hin ýmsu hjálparsamtök í Bretlandi bent á að sparnaðurinn sé lítill sem enginn.

Miðflokkurinn og Rúanda

Hin ýmsu Evrópulönd, líkt og Bretland og Danmörk, hafa gert samning við Rúanda um að senda flóttafólk og hælisleitendur í flóttamannabúðir þar í landi, frekar en að taka á móti þeim í eigin landi. Þetta er eitthvað sem einnig hefur komið til tals hér á landi, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi nýlega að honum hugnaðist þessi leið.

„Já, mér finnst þetta koma vel til greina og hef svo sem sagt áður að íslensk stjórnvöld eigi að íhuga aðtaka þátt í þessu með Dönum en þau hafa farið í þveröfuga átt. Þau gera það með því að búa til hvata fyrir fólk að kaupa sér rándýra för með Ísland sem áfangastað vegna þess að hér sé allt í boði óháð hvort þú ferð í gegn um lögformlegt ferli eða kemur á vegum misjafnra aðila,“ segir Sigmundur.

Viðtalið við Sigmund Davíð má lesa hér: Vill senda flóttafólk til Rúanda

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí