Macron leggur til að samfélagsmiðlar verði bannaðir

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur staðið í ströngu síðustu daga, en miklar óeirðir hafa átt sér stað í París og úthverfum þess síðustu daga eftir að unglingspiltur var skotinn af lögreglunni í síðustu viku.

Ummælin féllu á fundi með borgarstjórum Parísar, en þar sammæltist fólk um að það væri samfélagsmiðlar, t.d. Facebook og TikTok, sem væri helsti drifkraftur mótmæla, eins og þeirra sem Frakkland hefur verið að ganga í gegnum síðustu daga. Macron viðraði þá skoðun að ríkið ætti, í slíkum aðstæðum, að grípa inní og loka algjörlega fyrir aðgang að samfélagsmiðlum. Þetta fékk góðar undirtektir á þessum fundi hans með um 200 borgar- og bæjarstjórum í Frakklandi.

Óeirðirnar virðast annars vera að ganga niður. 17 voru handteknir í dag, 7 í París. 27 ára maður var drepinn í aðgerðum lögreglunnar, en hann var skotinn með svokallaðri „flash-ball“ byssu, sem óeirðarlögreglan grípur til í svona aðstæðum. Sú byssa á ekki að vera banvæn, en svo virðist sem að það hafi ekki verið rétt í þessu tilfelli.

Að forseti Frakklands – land Upplýsingarinnar og frönsku byltingarinnar – skuli leggja til aðgerðir gegn fjölmiðla- og málfrelsi á slíkum skala, sem sambærilegar eru við þær sem lönd eins og Kína, Rússland og Íran hafa gripið til, er eitthvað sem gagnrýnt hefur verið innanlands sem og utan frá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí