Fran Drescher, best þekkt sem leikkona The Nanny, hélt í gær eldræðu gegn Hollywood stúdíóunum til stuðnings leikurum sem eru nú í verkfalli þar ytra. Ræðan hefur vakið mikla athygli, en fæstir voru meðvitaðir um að leikkonan væri í forsvari fyrir Sag-Aftra, sem er stærsta verkalýðsfélag leikara í Hollywood.
Í gær var tilkynnt að 160.000 meðlimir Sag-Aftra myndu taka þátt í verkfalli handritshöfunda, Writers Guild of America, í Bandaríkjunum, sem gerir þetta að stærsta verkfalli í Hollywood síðan að síðast þegar bæði verkalýðsfélögin fóru í verkfall árið 1960.
Í ræðunni segir Drescher stúdíóin meðal annars vera „ógeðsleg“ fyrir að gefa forstjórum sínum hundruði milljóna dollara, á sama tíma og þau væru tapandi pening vinstri hægri. Hún benti einnig á að viðskiptamódel þeirra hefði gjörbreyst, meðal annars vegna streymisfyrirtækja og gervigreindar, en hið nýja módel kæmi fram við leikara af mikilli óvirðingu.
Einnig benti hún á að það sem væri að gerast fyrir leikara í Hollywood væri að gerast í öllum iðnaðargreinum, að Wall Street græðgin sé látin ráða ferðinni, á meðan að þeir sem halda maskínunni gangandi sé alfarið gleymt. Hún segir forstjórunum að skammast sín á sama tíma og að þeir sem nú séu í verkfalli séu réttum megin í sögunni.
Í viðtali við Vulture aŕið 2017 lýsti Fran Drescher sér sem and-kapítalista.
Ræðuna má sjá hér: