Græðgi þeirra efnuðu er þá lifandi að drepa

„Sú verðbólga, sem við erum að kljást við í dag, hefur verið kölluð græðgisbóla, því þau fyrirtæki sem ráða mestu um þróun vöruverðs eru að auka hagnað sinn úr öllu hófi,“ skrifar Marinó G. Njálsson á Facebook. „Þetta sést t.d. á því, að arðsemi eiginfjár hjá Högum var á síðasta fjárhagsári 15,9%. Þetta er fyrirtæki á neytendavörumarkaði með stóran hluta landsmanna í viðskiptum og það er að taka inn 15,9% arðsemi á eigið fé. Með 8% arðsemi eiginfjár, sem einu sinni þótt svakagóð, væri hægt að lækka vöruverð um ca. 5%.“

Tilefni skrifanna er áróður um að launahækkanir séu helsta ástæða verðbólgu: „Ég veit ekki hvernig einhverjum dettur í hug, að kjarasamningar hluta vinnandi fólks á Íslandi hafi áhrif á verðlag langt umfram þann kostnaðarauka sem fyrirtækin urðu almennt fyrir, en umræðan er hættuleg því nú eru fjölmargir að hrópa þetta á torgum, en þó aðallega í fjölmiðlum,“ skrifar Marinó. „Farið er að kalla eftir vaxtahækkun hjá Seðlabankanum til að sporna gegn óframkomnum kröfum launþegahreyfinga sem munu reyna hvað þær geta að sækja aftur til fyrirtækja, það sem þau hafa tekið af fólki með fáránlegri hækkun vöruverðs.“

„Látið ykkur svo ekki detta í hug, að þegar innkaupsverð vöru lækkar, þá muni heildsalar og smásalar skila þeirri hækkun til neytenda, samfélaginu til góðs og eflingar stöðugleika,“ heldur Marinó áfram. „Nei, þeir munu hækka álagningu sína og svo furða sig á því, að almennt launafólk telji að sér vegið og vilji leiðréttingu launa sinna. Það er nefnilega einhvern veginn þannig í þessu samfélagi (vissulega orðið að sjúkdómi um öll Vesturlönd), að græðgi þeirra efnuðu er þá lifandi að drepa og þau samfélög sem þeir búa í. Ég veit ekki hvað þeir ætla að gera við allan auð sinn, því ekki geta þeir eytt honum eða tekið hann með sér í gröfina. En vilji þeir græða meira, þá er ofboðslega sniðugt að hækka laun þeirra sem stuðla að auði þeirra, því meiri kaupmáttur almúgans mun leiða til stöðugri auðsöfnunar hinna ríku.“

Skrifin eru ítarlegri og ekki þau einu sem Marinó hefur skrifað um þessi mál. Degi fyrr skrifaði hann um sama mál: „Niðurstaðan er, að hefði ekkert annað hækkað í útgjöldum fyrirtækjanna en launin, þá hefðu þau komist af með 2% hækkun á verði vöru og þjónustu. Verðbólgan hefði verið 2% í staðinn fyrir um 10%, því ýmislegt annað hækkaði rösklega í þjóðfélaginu, en þar sem tilhneigingin er að láta allt fylgja hækkun vísitölu neysluverðs, þá er aldrei að vita nema verðbólgan hefði verið undir 4% í staðinn fyrir hátt í 10%. Verðbólga umfram þessi 4% er því alfarið þeim að kenna, sem ekki kunnu sér hóf í hækkunum, eða urðu að hækka vegna þátta óviðkomandi kjarasamningum.“

Sjá hér: Facebooksíða Marinós G. Njálssonar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí